fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Bjarkey stígur til hliðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. október 2024 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér til þings í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu á FB-síðu hennar.

Bjarkey hefur verið þingmaður í 20 ár og segir hún þetta hafa verið skemmtilegan tíma:

„Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og ég hef notið þess að hitta fjöldann allan af fólki og mynda góð tengsl víða í kjördæminu í gegnum árin. Það tel ég vera afar mikilvægt enda oft snúið að fylgja eftir mörgum þeim málum sem við landsbyggðarfólk þekkjum svo vel og kallar á sterkar raddir inn á Alþingi. Ég tel að ég hafi sinnt kjördæminu af alúð sem og landinu öllu þessi ár sem ég hef verið á þingi.“

Bjarkey segir stjórnmálavafstrið hafa skapað erfiðar heimilisaðstæður en hún hefur verið í fjarbúð síðastliðin 12 ár:

„Ég hef verið í fjarbúð s.l. 12 ár og farið heim nærfellt hverja helgi til að njóta samvista við fjölskylduna og er ég þakklát þeim fyrir þolinmæðina og stuðninginn alla tíð.“

Hún segir flókna stöðu framundan í pólitíkinni og óskar hún komandi ríkisstjórn velfarnaðar í sínum verkefnum.

Pistilinn má lesa með því að smella tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann