fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Svandís segir ekki komið að lokaákvörðun um flugvöll í Hvassahrauni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 11:51

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla starfshóps um hugsanlega byggingu flugvallar í Hvassahrauni var kynnt á blaðamannafundi nú á tólfta tímanum. Meginniðurstaða skýrslunnar er að niðurstöður rannsókna útiloki ekki byggingu flugvallarins, bæði hvað varðar veðurfar og náttúruvá, sem yrði þá ætlaður fyrir innanlandsflug, kennsluflug og þyrluflug. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir þó ekki enn komið að því að taka endanlega ákvörðun um hvort af byggingu flugvallarins verðo.

Þetta sagði Svandís í lok fundarins. Hún hrósaði starfshópnum og sagði skýrsluna vandaða og skapa góðan grunn að frekari rannsóknum og vinnu áður en komi að því að taka endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Skýrslan verði nýtt til frekari vinnu við að móta endanlegur tillögur að því hvort flugvöllurinn eigi að verða að veruleika.

Einar Þorsteinsson segir skýrsluna mikilvægt innlegg í þá vinnu sem vinna þurfi í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar fram til ársins 2040 sé gert ráð fyrir að flugvöllurinn sem nú er í Vatnsmýri víki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada