fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur mun ekki una sér hvíldar fyrr en sigur vinnst: Hvernig er hægt að ráðast svona að sínum verst settu þegnum?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín.“

Þetta segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

Guðmundur Ingi gerir þar að umtalsefni breytingu sem tekur gildi um næstu áramót en þá verður persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega sem búsettir eru erlendis felldur niður. Þetta hefur verið gagnrýnt talsvert eins og DV hefur fjallað um.

Sjá einnig: Anna ósátt við ríkið: Hegnt fyrir að vilja frekar dvelja á sólarströnd en í volæði á Íslandi

Þungt högg fyrir suma

Guðmundur Ingi segir að breytingin hafi verið vandlega falin í frumvarpi um gistináttaskatt sem afgreitt var í flýti skömmu fyrir þinghlé. Í henni hafi komið fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda.

„Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gef­ist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna per­sónu­afslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði,“ segir Guðmundur Ingi í grein sinni og spyr:

„Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi.“

Engin samúð eða skilningur

Hann segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, beri ábyrgð á þessu en spyr hvar samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn, voru þegar þessi ákvörðun var samþykkt.

„Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari stað­fest­ing á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skiln­ing á aðstæðum fólks sem býr við fá­tækt og van­líðan vegna van­búnaðar al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins.“

Guðmundur Ingi segir að stjórnarandstaðan, undir forystu eigin formanns, Ingu Sæland, hafi keypt gálgafrest og komið í veg fyrir að þetta tæki gildi nú um áramótin. Það sé aðeins tímabundinn sigur.

„Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum:

„Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar