fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Sakaður um að stela 19 þúsund sígarettum í Leifsstöð

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 12:30

Fríhöfnin gerir kröfu um 770 þúsund krónur auk vaxta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært litháískan mann á fertugsaldri fyrir að hafa stolið 95 kartonum af sígarettum úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það gera samtals 19 þúsund sígarettur.

Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var því birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu.

Maðurinn er kvaddur fyrir dóm til að hlýða ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Málið verður tekið fyrir miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi.

Er hann sakaður um að hafa tekið 95 karton af sígarettum í Fríhöfninni og gengið með þau út án þess að greiða fyrir. Þetta á hann að hafa gert á tímabilinu 8. til 11. febrúar á síðasta ári.

Verðmæti tæp 800 þúsund

Verðmæti sígarettanna er metið á 770.405 krónur samkvæmt fyrirkallinu. Fríhöfnin gerir einkaréttarkröfu um að fá þessa peninga til baka, auk vaxta og málskostnaðar. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Mæti hann ekki fyrir dóminn verður litið á það svo sem hann viðurkenni brotið og verður málið þá dómtekið að honum fjarstöddum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu