fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 15:30

Helgina áður hafði fólk reynt að hafa samband við parið án árangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gasleki er ein af mögulegum dánarorsökum parsins sem fannst látið á Torrevieja í síðustu viku að sögn heimildarmanna DV. Ekki hefur tekist að fá það staðfest hjá lögreglunni eða ráðhúsinu í Torrevieja.

Parið voru ekki hjón eins og DV greindi áður frá heldur sambýlisfólk sem höfðu íbúð á leigu. Maðurinn var 73 ára gamall og konan 64 ára.

Eins og áður var greint frá var Ræðismannsskrifstofunni tilkynnt um andlátin miðvikudaginn 10. janúar. Utanríkisráðuneytið er einnig meðvitað um málið.

Sjá einnig:

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Að sögn heimildarmanna fundust maðurinn og konan látin í íbúðinni mánudaginn 8. janúar þegar lögreglan var kvödd að íbúðinni til að opna hana. Á föstudeginum áður og um helgina hafði fólk reynt að hafa samband við þau en ekki tekist. Ekki er því vitað hvenær þau létust.

Eins og áður segir hefur ekki tekist að fá upplýsingar um málið hjá lögreglunni í Torrevieja. Það er hvort krufningu sé lokið eða hvort málið sé rannsakað sem slys eða sakamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“