fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 15:30

Helgina áður hafði fólk reynt að hafa samband við parið án árangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gasleki er ein af mögulegum dánarorsökum parsins sem fannst látið á Torrevieja í síðustu viku að sögn heimildarmanna DV. Ekki hefur tekist að fá það staðfest hjá lögreglunni eða ráðhúsinu í Torrevieja.

Parið voru ekki hjón eins og DV greindi áður frá heldur sambýlisfólk sem höfðu íbúð á leigu. Maðurinn var 73 ára gamall og konan 64 ára.

Eins og áður var greint frá var Ræðismannsskrifstofunni tilkynnt um andlátin miðvikudaginn 10. janúar. Utanríkisráðuneytið er einnig meðvitað um málið.

Sjá einnig:

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Að sögn heimildarmanna fundust maðurinn og konan látin í íbúðinni mánudaginn 8. janúar þegar lögreglan var kvödd að íbúðinni til að opna hana. Á föstudeginum áður og um helgina hafði fólk reynt að hafa samband við þau en ekki tekist. Ekki er því vitað hvenær þau létust.

Eins og áður segir hefur ekki tekist að fá upplýsingar um málið hjá lögreglunni í Torrevieja. Það er hvort krufningu sé lokið eða hvort málið sé rannsakað sem slys eða sakamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill