fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 15:30

Helgina áður hafði fólk reynt að hafa samband við parið án árangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gasleki er ein af mögulegum dánarorsökum parsins sem fannst látið á Torrevieja í síðustu viku að sögn heimildarmanna DV. Ekki hefur tekist að fá það staðfest hjá lögreglunni eða ráðhúsinu í Torrevieja.

Parið voru ekki hjón eins og DV greindi áður frá heldur sambýlisfólk sem höfðu íbúð á leigu. Maðurinn var 73 ára gamall og konan 64 ára.

Eins og áður var greint frá var Ræðismannsskrifstofunni tilkynnt um andlátin miðvikudaginn 10. janúar. Utanríkisráðuneytið er einnig meðvitað um málið.

Sjá einnig:

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Að sögn heimildarmanna fundust maðurinn og konan látin í íbúðinni mánudaginn 8. janúar þegar lögreglan var kvödd að íbúðinni til að opna hana. Á föstudeginum áður og um helgina hafði fólk reynt að hafa samband við þau en ekki tekist. Ekki er því vitað hvenær þau létust.

Eins og áður segir hefur ekki tekist að fá upplýsingar um málið hjá lögreglunni í Torrevieja. Það er hvort krufningu sé lokið eða hvort málið sé rannsakað sem slys eða sakamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi