fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 11:30

Líklegt er að frumvarpið verði samþykkt í Dúmunni í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp er komið fram í Dúmunni, rússneska þinginu, um að banna ættleiðingar til tiltekinna landa sem leyfa kynleiðréttingar. Ísland er þar á meðal.

Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá því á mánudag, 22. júlí, að frumvarpið væri til skoðunar í rússneska þinginu. Gangi það í gegn verða ættleiðingar bannaðar til eftirfarandi landa: Belgíu, Bretlands, Þýskalands, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Eistlands, Argentínu, Ástralíu og Kanada.

Ekki er vitað hvers vegna þessi tilteknu lönd voru ákveðin. Kynleiðréttingar eru löglegar í mun fleiri löndum.

Það var Vyacheslav Volodin, þingforseti sem lagði fram frumvarpið fyrr í mánuðinum. Búist er við því að það verði samþykkt í haust.

Íslensk ættleiðing samdi um ættleiðingarsamband við Rússland árið 2013 en engin slíkur samningur er í virkur í dag. Samstarfslönd Íslenskrar ættleiðingar eru í dag Kólumbía, Tékkland og Tógó. Reyndar eru öll samskipti og allt samstarf Íslands og Rússlands í algjöru lágmarki í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Tass greinir einnig frá því að lög um bann við fíkniefnaáróðri hafi verið bönnuð með lögum í Dúmunni. Það er í bókmenntum, sjónvarpi og á netinu. Þýðir þetta meðal annars að öll tónlist og allar bíómyndir þar sem vísað er í fíkniefnaneyslu verða bannaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu