fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sigurður Kristinsson tónlistarmaður er látinn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 21:02

Sigurður lést í gær, 22. júlí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinsson tónlistarmaður lést í gær 22. júlí. Sigurður var þekktastur fyrir að vera einn af upprunalegum meðlimum Sniglabandsins.

Fjöldi tónlistarmanna minnast Sigurðar á samfélagsmiðlum í dag. Sigurður lék upphaflega á trommur með Sniglabandinu en færði sig svo yfir á gítarinn.

Á meðal þeirra sem minnast hans eru Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns. Guðmundur segir Sigurð hafa verið frábæran rokkgítarleikara sem elskaði græjur og gítarstúss.

„Leitaði ég oft til hans með ráðleggingar í tæknimálum allskonar enda var hann dellukall mikill og jafnan boðinn og búinn að hjálpa til,“ segir Guðmundur. „Ég vissi af veikindum Sigga um hríð og það hryggir mig að vita að þau skyldu hafa endað á versta veg.“

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór minnist einnig Sigurðar. „Sigurður Kristinsson er fallinn frá, frábær tónlistarmaður gítarleikari, þegar mig vantaði bassaleikara með mér til Spánar kom hann með og var frábær á bassann og félagi, farðu í friði vinur.“

Sniglabandið gaf einnig út minningarkveðju um stofnmeðliminn. „Siggi var stór og litríkur karakter. Sum uppátæki hans voru með algjörum ólíkindum og sögurnar ótrúlegar. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Innan skamms var hann búinn að afla sér allrar þekkingar og kominn í fremstu röð á viðkomandi sviði,“ segir í færslu frá hljómsveitinni.

Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, tvö yngri börn og þrjár uppkomnar dætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“