fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Brot úr skáldsögum eftir hinn ákærða voru lesnar upp fyrir dómi – Viðstaddir sátu hljóðir og í áfalli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 04:04

Philip Westh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var réttarhöldum yfir Philip Westh haldið áfram hjá undirrétti í Næstved í Danmörku. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt Emilie Meng árið 2016, að hafa numið 13 ára stúlku á brott á síðasta ári og beitt hana margvíslegu kynferðislegu ofbeldi og að hafa ætlað að bana henni. Hann er einnig ákærður fyrir árás á 15 ára stúlku.

Saksóknarar kynntu hluta niðurstöðu mats geðlækna á Philip, sem er 33 ára, og er hún í stuttu máli að hann sé mjög afbrigðilegur þegar kemur að kynlífi og hættulegur en ekki geðveikur. Hann fær útrás fyrir kynferðislegar langanir sínar með því að ráðast á stúlkur. „Miklar líkur“ eru á að hann muni fremja svipuð afbrot ef hann fær að ganga laus á nýjan leik.

Annar saksóknari málsins las upp brot úr tveimur skáldsögum sem Philip skrifað eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald.  Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá var viðstöddum illa brugðið eftir lesturinn, meira að segja þaulvönum blaðamönnum sem hafa upplifað ýmislegt í réttarsölum landsins.

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

 

 

 

 

 

Skáldsögurnar fundust í klefa Philip. Samtals um 70 A4 blöð þar sem hann lýsir fantasíum sínum um að ræna ungum, ókunnugum stúlkum og beita þær grófu kynferðislegu ofbeldi. Er um mjög nákvæmar lýsingar að ræða að sögn og þeim fylgja teikningar eftir hann. Sátu viðstaddir hljóðir og var augsýnilega brugðið.

Saksóknari sagði að sögurnar séu skrifaðar í fyrstu persónu og lýsi árásum, frelsissviptingu og grófu kynferðisofbeldi gagnvart ungum stúlkum.

Saksóknarinn sagði að um skáldsögur sé að ræða en hins vegar sé ákveðin líkindi með þeim og því sem Philip er ákærður fyrir. Um nákvæmar lýsingar er að ræða á árásum og margra klukkustunda kynferðisofbeldi og nauðgunum á stúlkum. Einnig lýsir Philip umfjöllun um „mannránsmálin“ og hvernig aðalpersónan í sögunum naut þess að fylgjast með fréttaflutningi af þeim.

Dauðaþögn var í dómsalnum þegar upplestrinum lauk.

Philip neitar sök varðandi flest ákæruatriðin en játar að hafa svipt 13 ára stúlkuna frelsi og beitt hana kynferðisofbeldi en ekki að hafa nauðgað henni.

Í tölvu hans fann lögreglan 736.000 ljósmyndir og eru þær flestar af kynferðislegum toga. Þær sýna allt frá kynferðisofbeldi gegn börnum til óhugnanlegra aftöku-, ofbeldis- og pyntingamynda. Myndunum var raðað eftir innihaldi í möppur sem hétu til dæmis: drukknun, dauðaklám og „nekro“ en lík koma við sögu í slíku myndefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag