fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fréttir

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. júní 2024 11:00

Gunter er sár sínum fyrrverandi yfirmanni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffrey Gunter, fyrrverandi sendiherra á Íslandi, er sár og reiður fyrrverandi yfirmanni sínum Donald Trump og yfirstjórn Repúblíkanaflokksins eftir að hann tapaði í forvali í Nevada fylki. Sagði hann að brögð væru í tafli.

Gunter tapaði fyrir Sam Brown, fyrrverandi hermanni, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við. En baráttan á milli Gunter og Brown hafði verið mjög hörð og ófyrirleitin.

Maðkur í mysunni

Fór Gunter á samfélagsmiðilinn X og lýsti hvernig Repúblíkanaforystan hefði stutt Sam Brown, eða „Scam“ eins og hann kallaði mótframbjóðanda sinn, með fjárframlögum um leið og Trump hefði lýst yfir stuðningi.

„Því miður eru grunsemdir marga okkar um hvernig „stuðningsyfirlýsingar“ virka að koma í ljós,“ sagði Gunter.

Gunter fór einnig í viðtal við fréttamiðilinn Politico og lýsti því hvernig stjórn Repúblíkanaflokksins hefði þrýst á ráðgjafafyrirtæki sem kallast The Strategy Group að hætta að vinna fyrir Gunter. Einnig að þingmaðurinn Steve Daines, sem er formaður öldungadeildarþingnefndar flokksins (NRSC), hefði þrýst á sig að draga framboð sitt til baka.

Geðbilað raus

NRSC hefur hafnað ásökunum Gunters og sagt þær ærumeiðandi.

Sjá einnig:

Trump sveik sendiherra sinn á Íslandi – Studdi erkifjandann í prófkjöri

„Jeff Gunter er farinn algjörlega af hjörunum og hefur komið fram með falskar, ærumeiðandi ásakanir gagnvart NRSC og Trump forseta,“ sagði Mike Berg, samskiptastjóri NRSC í yfirlýsingu. „Geðbilað raus Gunter lætur hann hljóma eins og Adam Schiff á nornaveiðum, sem er ekki fráleitt í ljósi þess að Gunter er Kaliforníudemókrati.“ En Adam Schiff er þingmaður Demókrataflokksins í Kaliforníu.

Trump taki sínar eigin ákvarðanir

Fulltrúi forsetaframboðs Donald Trump gaf einnig út yfirlýsingu. Það er um að ásakanir Gunter séu sannanir fyrir því hvers vegna Trump gat ekki stutt hann í forvalinu.

„Ástæðan fyrir því að Jeffrey Gunter fékk ekki stuðningsyfirlýsingu frá Donald Trump er sú að hann á það til að bulla,“ sagði Chris LaCivtia, einn helsti ráðgjafi Trump. „Trump forseti tekur sínar eigin ákvarðanir og þetta er ein af þeim viturlegu ákvörðunum sem hann tók.“

Óvinsæll sendiherra

Trump skipaði Gunter sem sendiherra á Íslandi og reyndist tíð hans hér sú skrautlegasta allra erlendra erindreka. Fékk hann bæði Íslendinga og eigið starfsfólk upp á móti sér. Meðal annars braut hann covid reglur og krafðist þess að fá að ganga um með byssu.

Eftir að sendiherratíð Gunter lauk á Íslandi var skrifuð kolsvört skýrsla um hann bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íranar derra sig við Bandaríkin og Ísrael en loka samt ekki dyrunum

Íranar derra sig við Bandaríkin og Ísrael en loka samt ekki dyrunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bolli biðst afsökunar

Bolli biðst afsökunar