fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir þetta benda til þess að Dagur sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag segir að ýmislegt bendi til þess að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu Frostadóttur, formanni flokksins.

Kristrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem húsnæðismálin komu meðal annars til umræðu og sagði Kristrún það koma vel til greina að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu.  Sagði Kristrún það hreint út að ekki hafi verið haldið almennilega á þessum málum.

„Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu,“ sagði Kristrún.

Viðtalið vakti athygli staksteinahöfundar sem gerir það að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag. Bent er á það að samkvæmt skoðanakönnunum sé fylgi Samfylkingarinnar hátt í 30% sem gæti þýtt 18-20 þingsæti og fram undan sé endurnýjun á þingflokknum.

„Sumir hafa í því samhengi minnst á Dag B. Eggertsson, fv. borgarstjóra, sem vel geti hugsað sér að fara yfir í landsmálin. Aðrir munu meira efins; árangur hans í kosningum sé misjafn, hann geti orðið of fyrirferðarmikill og svo geti fjárhagskröggur borgarinnar, lóðaúthlutanir og fleira reynst honum og flokknum fótakefli,“ segir staksteinahöfundur sem vísar svo í umrætt viðtal við Kristrúnu í gær.

„Því vakti athygli að í morgunþætti Bylgjunnar í gær ræddi Kristrún húsnæðiskreppuna í Reykjavík og lá ekkert á þeirri skoðun að borgin hefði brugðist. Hún nefndi Dag ekki á nafn en talaði gegn stefnu hans, þétting dygði ekki, byggja þyrfti ný hverfi: „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. […] Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum.“ Það bendir ekki til þess að Dagur sé ofarlega á blaði Kristrúnar fyrir „nýju Samfylkinguna“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu