fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Krafturinn í gosinu að aukast aftur – Minni hætta á að Grindavík verði alveg innilokuð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 22:45

Hraunflæðið eins og það var rétt fyrir klukkan 15 í dag/Skjáskot-Yotube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur dregið nokkuð úr krafti eldgossins norðan við Grindavík, sem hófst fyrir um 10 klukkustundum, eftir því sem liðið hefur á daginn. Eitthvað jókst þó krafturinn í gosinu nú undir kvöld en náði þó ekki sömu hæðum og fyrr í dag. Virkni í gossprungunni hefur færst í norður og Grindavík og tilheyrandi innviðum stendur því minni hætta af hraunflæðinu, sem þar að auki hefur minnkað. Þar af leiðandi er talin minni hætta á því að Suðurstrandarvegur fari undir hraun og þar með lokist allir vegir til Grindavíkur en hraun hefur nú þegar flætt yfir Nesveg og Grindavíkurveg.

Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segir í færslu sem birt var fyrir stundu að aukinn kraftur virðist hafa færst í gosvirknina við Sundhnúka á nýjan leik í kvöld. Eldveggur hafi birst upp úr klukkan 20:00 á svæði sem hefði koðnað verulega niður. Sé hann við gíginn sem lifði lengst í síðasta gosi.

Samhliða þessu sé hægt að greina aukningu í óróa á svæðinu. Ljóst sé að kraftur gossins sé nú einungis brot af því sem hann var þegar mest lét um miðjan dag.

Vísindamenn og Almannavarnir segja varnargarða við Grindavík hafa haldið vel og sannað gildi sitt.

Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarna, sem fyrr í dag lýsti yfir verulegum áhyggjum af því að Suðurstrandarvegur færi undir hraun og þannig yrði landleiðin til Grindavíkur alveg lokuð, tjáði RÚV fyrr í kvöld að þessar áhyggjur Almannavarna hefðu minnkað talsvert. Sagði Víðir Almannavarnir þá einkum horfa til minni krafts í gosinu en var fyrr í dag og þess að hraunflæðið væri orðið minna og framrás þess ekki eins öflug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu