fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Grindavík rýmd og eldgos líklega að hefjast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukinn skjálftavirkni hefur mælst við Sundhnúksgígaröðina sem gæti verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups. Rýming er hafin í Grindavík og við Bláa lónið. Að sögn sjónarvotta er rýming í fullum gangi og bílaröð hefur myndast á Nesvegi úr bænum. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð í Skógahlíð.

„Rýming er hafin í Grindavík í ljósi þess að Veðurstofa Íslands telur að kvikuhlaup sé mögulega yfirvofandi á svæðinu. Lögreglan á Suðurnesjum og Almannavarnir biðla til íbúa og annara sem eru að svæðinu að yfirgefa það sem fyrst og hlýða fyrirmælum viðbragðsaðila við rýminguna,“ segir í tilkynningu Almannavarna.

í tilkynningu Veðurstofu segir: „Áköf jarðskjálftavirkni stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni . Þetta bendir til þess að kvikuhlaup gæti verið að hefjast eða hafið og líklegt sé að eldgos hefjist í kjölfarið.“

Samkvæmt Eldfjalla- og náttúruváhóp Suðurlands á Facebook er um að ræða þétta hrinu smáskjálfta á sömu slóðum og þar sem síðustu innskot hafa byrjað og leitt til eldgosa. Því sé líklegt að kvikuinnskot sé hafið.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við Vísi að miðað tíða skjálfta síðustu klukkutíma sé eldgos að hefjast í dag. „Þetta endar auðvitað í eldgosi,“ en Ármann segir líklegt að eldgos komi upp við Sundhnúka.

Uppfært. 11:55 – Rýming gekk vel í Bláa lóninu en í fréttatilkynningu þakkar fyrirtækið gestum fyrir góðan skilning, starfsmönnum fyrir fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf. Bláa lóninu hefur verið lokað.

Fjöldi vefmyndavéla eru með beina útsendingu frá Sundhnúksgígaröðinni. Til dæmis frá RÚV og MBL.is en flestir eru að horfa á útsendinguna frá Live from Iceland þar sem virkar  umræður eru að eiga sér stað hjá áhugasömum.

 

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“