Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir er dyggur stuðningsmaður forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar. Sem myndlíkingu braut hún glerplötu til að sýna fram á mikilvægi framboðsins.
„Ég ætla að taka þátt í að brjóta þetta glerþak. Ég ætla að kjósa Baldur,“ segir Sigríður í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum. Með stórum hamri mölbrýtur hún svo stóra glerplötu.
Talað er um ósýnilegt glerþak sem komi í veg fyrir að ákveðnir hópar nái til hæstu metorða í samfélaginu, til dæmis samkynhneigðir sem Baldur og Sigríður eru bæði. Með því að brjóta glerþakið sé verið að gefa öllum jöfn tækifæri á að komast áfram í lífinu.