fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stúlka sem var 11 ára þegar hún hvatti Katrínu til að fara í forsetaframboð getur núna kosið hana.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. maí 2024 20:31

Katrín Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar árið sendi 11 ára stúlka þingkonunni Katrínu Jakobsdóttur bréf með hvatningu um að fara í forsetaframboð. Í bréfinu til Katrínar sagði stúlkan:

„Ég og fjölskyldan mín vorum að tala um forsetaframboðið og þá fór ég að hugsa hvern mig myndi langa að verði forseti. Mér finnst alltaf gaman þegar konur verða forsetar. Til dæmis hefur Vigdís Finnbogadóttir alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.

Ég fór að velta þessu fyrir mér og mig langar til að þú bjóðir þig fram í forsetaframboðinu vegna þess að mér finnst þú dugleg, skemmtileg, hugmyndarík og góður alþingismaður. Ég hef ekkert sérstakan áhuga á alþingi en ég fylgist stundum af og til með.

Ef þú yrðir kosinn forseti yrði ég mjög ánægð og glöð af því mér finnst þú frábær fyrirmynd.“

Katrín svaraði bréfinu og sagði: „Það gladdi mig mjög að fá svona hvatningu frá ungri konu og ég er raunar alveg sammála þér um það að mér finnst mjög mikilvægt að konur gefi kost á sér á sem flestum stöðum í samfélaginu. Vigdís Finnbogadóttir hefur til dæmis alltaf verið ein af mínum fyrirmyndum.

Ég hef hins vegar ekki hugleitt þetta embætti sjálf en þakka þér kærlega fyrir bréfið – ég mun a.m.k. hugsa þetta!“

Stúlkan sem skrifaði bréfið er tvítug í dag og getur því kosið Katrínu í forsetakosningunum á laugardaginn. Móðir stúlkunnar veitti leyfi fyrir því að greint yrði frá þessari skemmtilegu minningu gegn því að gætt yrði nafnleyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti