fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Rós Svövudóttir, sem kærði tónlistarmanninn Birgi Sævarsson, Bigga Sævars, fyrir nauðgun árið 2019, frétti það í gegnum fjölmiðla í gær að Birgir hefði kært hana til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði. Frétt um þetta birtist á vef Mannlífs í gær og DV birti síðan frétt um málið með vísan í frétt Mannlífs. Svo virðist sem Birgir hafi afhent Mannlíf kæruna en hún hefur ekki verið birt Dagmar sjálfri.

Dagmar segir þennan leik Birgis vera þekkta taktík hjá ofbeldismönnum. Hún birtir færslu á Facebook um málið í gærkvöld og veitti DV góðfúslega leyfi til að endurbirta hana.

Eins og komið hefur fram kærði Dagmar Birgi fyrir nauðgun í brúðkaupi hans á Ítalíu sumarið 2019. Málið var fellt niður eftir rannsókn lögreglu en þrjár aðrar konur hafa kært Birgi fyrir nauðgun. Tvö mál voru felld niður en eitt náði fyrir dóm en Birgir var sýknaður í héraðsdómi og Landsrétti.

Sjá einnig: Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

„Byggir kærandi á að kærða hafi með rangri kæru og röngum framburði við skýrslutökur hjá lögreglu leitast við að kærandi yrði sakaður um kynferðisbrot. Með kæru þessari kærir kærandi því kærðu til lögreglu vegna rangra sakargifta,“ segir í kæru Birgis á hendur Dagmar. Segir einnig að framburður hennar hafi leitt til orðsporsmissis hans, valdið honum atvinnumissi og leitt til hjónaskilnaðar: „Hinn rangi framburður kærðu hefur haft umfangsmikil áhrif á kæranda. Í kjölfar þessa varð m.a. hjónaskilnaður en kærandi og fyrrum eiginkona eiga saman þrjú börn. Ásamt því hefur framangreint leitt til þess að kærandi missti störf sín en hann starfaði annars vegar sem tónmenntakennari í Foldaskóla og hins vegar sem tónlistarmaður og trúbador…“

Dagmar lýsti atvikinu í brúðkaupinu í viðtali við Eddu Falak árið 2021, en frásögnin er eftirfarandi í endursögn DV:

„Ég fór með honum upp í þetta hús því ég þurfti að fara á klósettið og hann var að fara að skipta um föt […] Ég fór á klósettið og kom fram og hann var bara á nærbuxunum, sem mér fannst ekki skrýtið. Þetta er besti vinur mannsins míns. Ég var ekkert að kippa mér upp við það, vorum bara að spjalla. Svo byrjaði hann eitthvað svona að kitla mig, og ég sagði honum að hætta og hló aðeins. En hann hætti ekki þó ég sagði honum að hætta, og mér var farið að finnast þetta óþægilegt því hann var farinn að grípa í staði og bara svona káfa á mér. Svo er eins og einhver grimmd kemur yfir hann. Ég sé það bara í augunum á honum og svo var mér bara kastað á rúmið og ég fraus bara. Hann er ekki stór maður en ég samt varð hrædd við hann.“

Í lögreglukærunni sem Mannlíf birtir úr er þessu atviki lýst á allt annan veg, segir þar að þau hafi knúsast fullklædd í um það bil 10 sekúndur og það hafi verið eina snertingin milli þeirra. Hafi þau bæði verið fullklædd.

„Við erum allar að ljúga ekki satt?“

Í Facebook-færslu sinni segist Dagmar hafa verið í vinnunni þegar hún fékk sendan hlekk á frétt um kæru Birgis gegn sér. Hún bendir á hvað fylgir því að kæra mann fyrir nauðgun og má af þeirri lýsingu ráða að sá leiðangur sé ekki fýsilegur fyrir nokkra manneskju. Hún bendir á að samtals fjórar konur hafi kært Birgi fyrir nauðgun og varpar fram þeirri spurningu hvort þær séu allar að ljúga. Færslan er eftirfarandi:

„Þar sem ég hef alltaf verið mjög opin með þetta mál þá hætti ég því ekki núna.

2019 nauðgar hann mér í sínu eigin brúðkaupi á Ítalíu-kæri hann og málið fellt niður eftir áfrýjun árið 2022.

Í millitíðinni eru tvær aðrar stelpur sem kæra hann. Annað málið fellt niður en hitt fyrir dóm en því miður fellt niður líka.

Undan mér var önnur stelpa sem kærir hann sem ég frétti af seinna.

4 kærur allt fellt niður…

En við erum allar að ljúga ekki satt ?

Því það er ekkert skemmtilegra en að liggja hálf nakin á neyðarmótökunni og ráða ekkert við tárin sem leka niður kinnarnar og að láta taka myndir af þér og taka allskonar sýni.

Ekkert skemmtilegra en að fara í skýrslutöku hjá lögreglunni og fá endalaust af spurningum og þurfa að rifja þetta upp aftur og aftur.

Mjög skemmtilegt líka að þurfa að fara í veikindaleyfi í 2 ár vegna áfallastreitu.

Tala nú ekki um hvað er ótrúlega skemmtilegt að bíða og bíða eftir einhverjum svörum og niðurstöðum.

Þegar ég hélt ég gæti nú reynt að loka þessum kafla fyrir fullt og allt.

Ég stend í vinnunni í dag og fæ sendan link af frétt þar sem ég kemst aðþvi að hann er að kæra mig fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði.

Ég ss kemst aðþvi í gegnum fjölmiðla (dv og mannlíf) að hann sé að kæra mig því ekki hefur mér verið birt þessi kæra.

En þetta er víst þekkt ofbeldis taktík hjá ofbeldismönnum.

P.s Langar ekki að deila fréttunum honum til geðs.

P.s.2 Ég er miklu sterkari en hann heldur

Takk fyrir að lesa“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað