fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. maí 2024 20:00

Veðbankinn hefur trú á Katrínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðullinn á að Katrín Jakobsdóttir vinni forsetakosningarnar hefur lækkað hjá veðbankanum Betsson þrátt fyrir að hún hafi dalað í könnunum. Katrín þykir því líklegri en áður til þess að vera kjörin forseti.

Sænski veðbankinn opnaði fyrir veðmál um hver vinni íslensku forsetakosningarnar fyrir rúmum þremur vikum síðan. Líkt og skoðanakannanir breytast breytist stuðullinn á frambjóðendurna. En hann segir til um hversu líklegt veðbankanum þykir að hlutir raungerist.

Fylgið niður en stuðullinn líka

Stuðullinn á að Katrín verði kjörin forseti er núna 1,85. Það þýðir að ef veðjað er einni krónu á Katrínu og hún vinnur fær viðkomandi 1 krónu og 85 aura til baka.

Um miðjan maí var stuðullinn á Katrínu 2,5. Þessi lækkun vekur nokkra athygli í ljósi þess að fylgi hennar hefur dalað í könnunum undanfarið. Í flestum nýjustu könnununum hefur Halla Hrund Logadóttir tekið fram úr Katrínu og í sumum Baldur Þórhallsson einnig.

Kapphlaup Katrínar og Höllu Hrundar

Halla Hrund hefur bætt sig veruleg í könnunum og það skilar sér í lægri stuðli hjá Betsson. Um miðjan maí var hún í þriðja til fjórða sæti með stuðulinn 4,5. Nú er hún komin upp í annað sæti með 2,25.

Nokkuð langt er í þriðja sætið sem gefur til kynna að Betsson telji að forsetakosningarnar verði á endanum kapphlaup á milli Katrínar og Höllu Hrundar.

Hækkandi stuðlar á Baldur og Jón

Í þriðja sæti kemur Baldur Þórhallsson með stuðulinn 6. Fyrir þá sem hafa einlæga trú á að Baldur vinni kosningarnar þá er sá stuðull orðinn hagstæðari núna. Um miðjan apríl var stuðullinn á að Baldur myndi vinna 3.

Ekki langt á eftir Baldri er Jón Gnarr með stuðulinn 7. Fylgi Jóns hefur hins vegar dalað mun meira í könnunum undanfarið en fylgi Baldurs. Líkt og Halla Hrund hafði Jón stuðulinn 4,5 um miðjan apríl.

Þessir fjórir frambjóðendur hafa haft lang mesta fylgið í könnunum undanfarið og aðrir frambjóðendur yfirleitt mælst með undir 5 prósenta fylgi.

Aðrir langt á eftir

Í fimmta sæti hjá sænska veðbankanum kemur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með stuðulinn 15 en var áður með 7. Steinunn hefur aðeins verið að mælast með í kringum 2 prósenta fylgi í könnunum.

Í sjötta sæti hjá Betsson er Halla Tómasdóttir. Margir nefndu Höllu sem þann frambjóðanda sem komst hvað best frá kappræðunum hjá RÚV á föstudagskvöld en fylgi hennar hefur verið í kringum 4 prósent í könnunum undanfarið og farið dalandi. Stuðullinn hennar hefur einnig farið hækkandi, var 15 en er núna 32.

Næstur í röðinni er Arnar Þór Jónsson, sem hefur verið á svipuðum slóðum og Halla Tómasdóttir í könnunum. Hann er með stuðulinn 52 en hafði áður 35.

Að síðustu er það eilífðarframbjóðandinn Ástþór Magnússon. Betsson hefur ekki mikla trú á honum og er stuðullinn því 101 en var áður 70.

Ekki hægt að veðja á fjóra

Aðrir frambjóðendur komast ekki á blað hjá Betsson. Þetta eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Viktor Traustason, Eiríkur Ingi Jóhannsson og Helga Þórisdóttir. Ekki er hægt að veðja á sigur þeirra í kosningunum. Ekki að svo stöddu að minnsta kosti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo