Þessa dagana er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem hefur verið ákærður fyrir tvö mjög gróf kynferðisbrot framin árið 2021.
Hann er annars vegar sakaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni fatlaðra í ótileknu húsi í Reykjavík. Í ákæru er hann sagður hafa nýtt sér líkamlega yfirburði og neytt aflsmunar þegar hann dró stúlkuna inn á salernið, færði skolbekk fyrir hurðina til að varna henni útgöngu og öðrum inngöngu, og nauðgaði henni síðan. Stúlkan reyndi ítrekað með orðum að fá hann til að hætta, en hann varð ekki við því.
Maðurinn er síðan ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa í svefnherbergi á heimili sínu gett getnaðarlim inn í eða við leggöng og endaþarm hálfsystur sinnar, án hennar samþykkis, og nýtt sér yfirburðastöðu sína vegna aldursmunar. Einnig hafi hann brotið traust hennar og trúnað til hans sem hálfbróður.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hinum ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari öryggisráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga.
Fyrir hönd hvors þolanda mannsins fyrir sig er krafist fjögurra milljóna króna í miskabætur.