fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. apríl 2024 14:30

Reid missti fótinn sextán ára gömul í slysi á bát. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stef Reid, einfætt frjálsíþróttakona frá Bretlandi, er afar ósátt við að þurfa að kaupa heilt skópar hjá Nike þegar hún þarf aðeins að nota annan skóinn. Hún véfengir það að íþróttarisinn bandaríski standi að fullu með fötluðu íþróttafólki að þessu leyti.

„Þetta er mjög dýrt. Þegar ég kaupi par af þessum skóm þarf ég að henda helmingnum í ruslið. Það er kjánalegt,“ segir Reid sem unnið hefur medalíur á ólympíuleikum fatlaðra í langstökki og 200 metra spretthlaupi við fréttastofuna Reuters. Hún keppti áður fyrir Kanada áður en hún skipti yfir í breska landsliðið.

42 þúsund krónur

Hún notar Vaporfly skó frá Nike en hefur ekki getað keypt staka skó eins og hún vill gera. Parið af Vaporfly skóm kosta um 240 pund í verslunum í Bretlandi, eða rúmlega 42 þúsund íslenskar krónur.

Reid missti hægri fótinn í slysi á bát þegar hún var sextán ára gömul. Hún notar í dag gervifót sem smíðaður er af íslenska fyrirtækinu Össuri.

„Ég hefði ekki verið að tjá mig um þetta nema vegna þess að þegar fyrirtæki er að nota myndir (af útlimalausum hlaupurum í auglýsingaefni) þá er fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu um að það sinni fjölbreyttum hóp og taki utan um hann,“ segir Reid.

Fær 15 prósent afslátt

Nike hefur brugðist við þessu og boðist til að selja Reid skóparið á 15 prósent afslætti.

„Við hjá Nike stöndum með öllu íþróttafólki, og styðjum við bakið á mörgum fötluðu íþróttafólki og íþróttasamböndum um víða veröld og störfum með þeim að alls konar verkefnum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Þá var einnig bent á að Nike reki í Bandaríkjunum svokallaðan „skóbanka“ (One Shoe Bank) þar sem einfætt íþróttafólk getur reynt að finna stakan skó við hæfi. Vonast er til þess að þetta verkefni verði útfært til fleiri landa síðar meir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“