Í umfjöllun Forbes um málið kemur fram að árásin hafi endað með einu „mestu slátrun“ stríðsins til þessa. Ástæðan er að samkvæmt upplýsingum frá úkraínska hernum þá eyðilagði hann 12 skriðdreka og 8 brynvarin ökutæki Rússa áður en Rússar hörfuðu.
Drónastjóri hjá úkraínska hernum skrifaði á samfélagsmiðilinn X að árás Rússa hafi verið „hrein klikkun“.
Í myndbandinu hér fyrir neðan sést árásin og hvernig Úkraínumenn eyðileggja hvern skriðdrekann og brynvarið ökutækið á fætur öðru.
Ukraine 🇺🇦 successfully stopped a very large Russian offensive on the village of Tonenke, West of Avdiivka
Ukraine reportedly destroyed 12 of the 36 Russian Tanks and 8 of the 12 Armored Fighting Vehicles pic.twitter.com/1JoJ3uohy8
— Ukraine Battle Map (@ukraine_map) April 1, 2024