fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 07:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi klukkan þrjú í nótt. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita klippum til að ná ökumanni úr bifreiðinni en hann var einn í henni. Frekari upplýsingar um líðan ökumannsins liggja ekki fyrir.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa haft í nógu að snúast síðastliðinn sólarhring og fóru sjúkrabílar í 127 verkefni, þar af 37 á forgangi, á meðan dælubílar slökkviliðsins fóru í fimm verkefni.

Bar þar hæst eldur sem kom upp á Garðatorgi í Garðabæ um eitt leytið í nótt. Þangað var allur tiltækur mannskapur sendur af fjórum stöðvum. Slökkvistarf gekk vel en töluverður reykur var kominn um bygginguna. Var mannskapur á svæðinu til að verða þrjú í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“