fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Grunnskólanemi fær bætur eftir að tilraun í efnafræðitíma fór úr böndunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 19:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað fyrr í dag upp dóm í máli stúlku sem var nemi í grunnskóla gegn Vátryggingafélagi Íslands. Stúlkan fékk brunasár eftir að samnemandi hennar hellti etanóli yfir efnafræðitilraun sem þau voru að vinna að undir handleiðslu kennara síns. Tryggingafélagið neitaði að greiða stúlkunni bætur úr ábyrgðartryggingu skólans á þeim grundvelli að kennarinn eða annað starfsfólk hefði ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Landsréttur tók ekki undir það og dæmdi stúlkunni í vil.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að sömu niðurstöðu árið 2022. Í dómi Landsréttar segir um málavexti að í kennslustundinni hafi verið að gera efnafræðitilraun sem líkja átti eftir hraungosi. Etanól var meðal þeirra efna sem notuð voru í tilrauninni. Eftir að kennarinn hafði blandað etanólinu við hin efnin setti hann brúsann sem innihélt það á kennaraborðið og sagði við nemendur að hann einn mætti meðhöndla það. Snéri kennarinn sér þá að öðrum hópi nemenda í kennslustofunni til að aðstoða þá með aðrar tilraunir. Við það snéri hann baki í etanólið, stúlkuna og samnemanda hennar, dreng, sem tók etanólbrúsann og hellti úr honum yfir tilraunina. Við það blossaði upp eldur sem barst að kvið stúlkunnar. Hún slasaðist og var síðar metinn með 10 prósent læknisfræðilega örorku vegna þessa.

Er hægt að treysta 15 ára unglingum til að fylgja fyrirmælum?

Lögmenn stúlkunnar gerði kröfu um að bótaábyrgð skólans og þar með Vátryggingafélags Íslands yrði viðurkennd þar sem um stórfellt gáleysi af hálfu kennarans hefði verið að ræða sem skólinn bæri ábyrgð á.

Tryggingafélagið hafnaði því. Í málflutningi þess var því haldið fram að kennarinn hefði sinnt þeirri skyldu sinni að leiðbeina nemendum. Hann hafði farið yfir þá hættu sem steðjaði af etanóli og brýnt fyrir nemendum að hann einn mætti meðhöndla það. Kennarinn geti ekki borið ábyrgð á því að 15 ára nemendur fari ekki eftir fyrirmælum.

Miðað við þessi orð verður ekki betur séð en að nemendurnir hafi verið í 10. bekk en þó kemur fram í dómi héraðsdóms sem fylgir dómi Landsréttar að stúlkan hafi verið 14 ára.

Kennarinn gaf skýrslu fyrir héraðsdómi. Í máli hans kom fram að fjórar mismunandi tilraunir hefðu verið í gangi í kennslustundinni. Hann hefði verið að aðstoða annan hóp nemenda og snúið baki í stúlkuna og samnemanda hennar. Allt í einu hafi orðið sprengingar, eldglæringar og fótur og fit orðið uppi meðal nemenda. Hann hafi gripið til slökkvitækis og sprautað úr því á tilraunina.

Átti að vera í læstri geymslu

Í dómi Landsréttar kemur fram að samkvæmt umsögn Vinnueftirlitsins hafi átt að gera sérstakt áhættumat um hvernig staðið skyldi að slíkri tilraun en það hafi ekki verið gert.

Einnig kemur fram að samkvæmt handbók fyrir starfsfólk grunnskóla um öryggi og slysavarnir í skólum eigi að geyma hættuleg efni í læstri geymslu og sjá til þess að nemendur hafi ekki aðgang að þeim nema undir eftirliti kennara.

Segir í niðurstöðu dómsins að samkvæmt lögum um grunnskóla og reglugerð um húsnæði þeirra beri að gæta ýtrasta öryggis til að verja nemendur gegn slysum. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Fyrisjáanlegt hafi verið að hætta gæti verið á að nemendur freistuðust til að fikta með etanólið því notkun þess hafi verið svo tengd tilrauninni. Það hafi ekki verið nægilegt að segja nemendum að efnið væri hættulegt og banna þeim að nota það.

Það verði ekki séð að í þessum viðvörunum kennarans hafi falist útskýring á því að etanólið gæti valdið sprengingum og því hafi skort leiðbeiningar af hans hálfu. Kennarinn hafi einnig sýnt af sér gáleysi eftir að hafa snúið baki við nemendunum þannig að leiðin varð greið fyrir drenginn að taka etanólflöskuna og sletta úr henni. Skort hafi einnig á að áhættumat og verklagsreglur í skólanum vegna meðhöndlunar hættulegra efna væru gerðar.

Dómur héraðsdóms um að stúlkan ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu skólans hjá Vátryggingafélagi Íslands var því staðfestur.

Dóminn í heild er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks