fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Félag sem afneitar æðri máttarvöldum vildi fá sömu meðferð og trúfélög

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 16:30

Félagið DíaMat aðhyllist díalektíska efnishyggju Karl Marx

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál DíaMat-félags um díalektíska efnishyggju gegn Reykjavíkurborg en félagið fór fram á að fá ókeypis lóð eins og fjögur trúfélög höfðu áður fengið. Leiðarstef félagsins eru díalektísk efnishyggja og undirgrein hennar söguleg efnishyggja, sem runnar eru undan rifjum Karl Marx og Friedrich Engels, en félagið segir að þeir sem aðhyllist þessar hugmyndir afneiti alfarið tilveru æðri máttarvalda.

Í stofnskrá DíaMat segir m.a. um trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði:

„Þeir sem aðhyllast díalektíska og sögulega efnishyggju afneita allri yfirnáttúru, allri hjátrú og öllum æðri máttarvöldum. Við álítum að vísindaleg aðferð sé besta, ef ekki eina aðferðin til að komast að hlutlægum sannleika um raunveruleikann. Við teljum því raunvísindi, hugvísindi og félagsvísindi vera bestu tækin sem við höfum til að öðlast vitneskju.“

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi staðfest dóm héraðsdóms um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar komi fram að borgin hafi úthlutað fjórum trúfélögum lóðum endurgjaldslaust á árunum 1999-2011. Með lagabreytingu árið 2013 hafi verið heimilt að skrá lífsskoðunarfélög með sama hætti og trúfélög. Eftir það hefði eitt trúfélag fengið ókeypis lóð en að því loknu hefði borgarráð ákveðið að framvegis skyldu trúfélög greiða fyrir lóðir.

Lífsskoðunarfélög fái ekki ókeypis lóð eins og trúfélög

Var það niðurstaða Landsréttar að fyrir lagabreytinguna hefði það fordæmi skapast í stjórnsýslu borgarinnar að trúfélög skyldu fá ókeypis lóðir. Lífsskoðunarfélag hefði hins vegar aldrei fengið slíka meðferð og því ekkert fordæmi skapast um endurgjaldslausar lóðaúthlutanir til þeirra. Þetta bryti hvorki í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar né stjórnsýslulög.

Í áfrýjunarbeiðni sinni til Hæstaréttar vildi DíaMat meðal annars meina að málið hefði verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig haga beri breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna. Vildi félagið einnig meina að málið varðaði stjórnarskrárvarinn rétt félagsmanna. Félagið hélt því sömuleiðis fram að dómur Landsréttar hafi verið rangur þegar kemur að túlkun á þeirri lagabreytingu sem var gerð 2013 um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það hafnaði því jafn framt að fyrir Landsrétti hefði það byggt á því að við lagabreytinguna hefði félagið öðlast rétt til ókeypis lóðar heldur hefði það byggt á því að eftir lagabreytinguna hafi borgin úthlutað einu trúfélagi ókeypis lóð og skapað með því slíkan rétt fyrir lífsskoðunarfélög.

Hæstiréttur tók hins vegar ekki undir með DíaMat. Er það ákvörðun réttarins að málið hafi ekki verulegt almennt gildi og varði ekki mikilvæga hagsmuni félagsins í skilningi laga og það blasi ekki við að dómur Landsréttar sé rangur.

Málið verður því ekki tekið fyrir og DíaMat þar með komið á endastöð í íslensku dómskerfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“