fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ólafur F. sendir Einari heilræði – Vill að hann leggi áherslu á þessi verkefni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, skrifar heilræði handa Einari Þorsteinssyni sem tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri um miðjan janúarmánuð.

Ólafur var borgarstjóri um skamma hríð árið 2008 og var borgarfulltrúi lengi vel.

Hann skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann óskar Einari velgengni í starfi en hvetur hann til að huga að nokkrum atriðum meðan hann gegnir þessu mikilvæga starfi.

„Ein­ar Þor­steins­son hef­ur nú í árs­byrj­un 2024 tekið við embætti borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Hann er 45 ára að aldri, stjórn­mála­fræðing­ur að mennt og landsþekkt­ur fjöl­miðlamaður. Hann hef­ur nú verið borg­ar­full­trúi í Reykja­vík og formaður borg­ar­ráðs í 18 mánuði,“ segir Ólafur í grein sinni og heldur áfram:

„Í ljósi fram­an­skráðs vil ég koma á fram­færi við nýj­an borg­ar­stjóra góðum ósk­um vegna hins nýja og ábyrgðar­mikla starfs hans og heil­ræðum sem ég tel að skipti meg­in­máli. Flýt­ing Sunda­braut­ar og ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar eru þar efst á blaði,“ segir hann.

Ólafur segir að Sundabraut eigi að vera á brú en ekki í göngum eins og sumir hafa kallað eftir. „Mik­il­vægt er einnig að greiða fyr­ir um­ferð í borg­inni og að láta al­menn­ings­sam­göng­ur og einka­bílaum­ferð vinna sam­an en ekki hvort gegn öðru,“ segir hann.

Hann gerir Reykjavíkurflugvöll svo að umtalsefni í grein sinni.

„Varðandi ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar þarf nú þegar að hefjast handa við skóg­ar­högg á há­vöxn­um greni­skógi í Öskju­hlíð sem ógn­ar lend­ingu og flug­taki á A/​V-braut vall­ar­ins. Fresta ber og end­ur­skoða stór­karla­leg­ar bygg­inga­fram­kvæmd­ir og land­fyll­ing­ar í svo­nefnd­um „Nýja Skerjaf­irði“. Ekki má held­ur van­meta hætt­una sem staf­ar af ein­hvers kon­ar borg­ar­línu- og göngu­brú yfir Skerja­fjörð, vegna bygg­ingakr­ana og stór­tækra vinnu­véla við enda suðurbrautar vall­ar­ins, sem munu ógna flu­gör­yggi þannig að jafn­vel þurfi að loka N/​S-braut­inni á meðan þess­ar allt annað en brýnu fram­kvæmd­ir standa yfir,“ segir hann.

Hann endar skrif sín á þessum orðum.

„Ég bið þig, borg­ar­stjóri, að taka þess­ar ábend­ing­ar mín­ar til skoðunar, en þær eru sett­ar fram af heil­ind­um og mót­ast mjög af bak­grunni mín­um sem heim­il­is­lækn­ir í borg­inni og héraðslækn­ir í dreif­býli um ára­tuga­skeið. Mik­il­vægt er að þér gangi vel í starfi. Það eru al­manna­hags­mun­ir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar