fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íbúi við götuna sem hraun nær fyrst til í Grindavík – „Þetta hafa verið erfiðir klukkutímar”

Ragna Gestsdóttir, Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 14:12

Skjáskot úr vefmyndavél RÚV. Hús Sólnýjar er eitt af þeim sem er yst til vinstri á myndinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólný Pálsdóttir er ein þeirra sem býr við Efrahóp í Grindavík, sem er fyrsta gatan sem varð undir hraunstrauminum sem rennur nú við bæinn. Hús Sólnýjar og fjölskyldu er númer 29 og sést húsið vel í vefmyndavélum frá bænum.

Í viðtali á RÚV  segir Sólný að síðustu klukkustundir hafi verið mikill rússíbani. „Ég bý í fallega Efrahópinu í dásamlegu Grindavíkinni.“

Segist hún fylgja með fréttum ásamt mörgum öðrum fjölskyldumeðlimum og hafa tekið rúnt inn í Keflavík í morgun. „Það róar mig alltaf að sjá þetta með eigin augum.“

Sólný Pálsdóttir
Mynd: Facebook

Hún segist upplifa ákveðið doðaástand og syrgi það samfélag sem myndast hafi í götunni. „Öll gatan og samfélagið er eins og ein stór fjölskylda. Við erum að syrgja mest samfélagið okkar,“ segir Sólný. Hún og fjölskylda hennar búa í húsi sem nefnt er Mánahraun og sést yst á vefmyndavélum sem að sýna hvar hraunstraumurinn er að renna yfir götuna.

Sólný segir að atburðir síðustu klukkustunda séu mikið áfall enda hafi Grindvíkingar vonast til þess að geta snúið heim í bæinn sinn. „Ég segi ekki að sú von sé úti en vissulega slær þetta mann niður. Þetta lítur ekki vel út, en við höfum risið upp úr ótrúlegustu hlutum. Ég er sorgmædd og dofin, en ég ætla að finna vonina aftur. En maður verður líka að vera raunsær, þetta er ekki góð staða.

Við Grindvíkingar erum sterk og við látum þetta ekki buga okkur, við tökum því sem að höndum ber og höldum áfram. Rétt áður en þessi sprunga opnaðist í götunni var ég alveg viss um að gosið myndi lognast út af og stoppa.“

Segist hún hafa vakað í nótt að mestu, enda með fullt hús unglinga í 15 ára afmæli sonar hennar. „Ferlið í nótt var mikill rússíbandi, óvissan og skjálftarnir og hvort þetta myndi koma upp í bænum. Það er alltaf sérstök tilfinning þessi léttir sem kemur yfir mann þegar gýs, það er örugglega erfitt fyrir marga að skilja það.“

Segir hún húsið sitt, Mánahraun, hafa borið nafn sitt með mikilli sæmd hingað til. „Ég bara trúi því og treysti að þetta fari eins og best verður á kosið út frá þessari slæmu stöðu. Ég ætla ekki að missa vonina.“

Mánahraun, hús Sólnýjar og fjölskyldu
Mynd: Facebook

Segir hún Grindvíkinga hafa verið slegna niður og þá bogna, en ekki brotnað og þeir muni standa saman. Sjálf segist hún þakklát fyrir endalaust hlýjar kveðjur og að allir hugsi til hennar og annarra íbúa. „Maður þarf virkilega að fá lánaða von í svona aðstæðum.“

„Nú verða stjórnvöld að girða sig í brók og aðstoða með húsnæðismál. Maður þarf virkilega að fá lánaða von í svona aðstæðum.“

Segist Sólný hafa verið nýlega heima að gera húsið klárt til vorsins. „Við vorum komin í öryggi. Það eru ekki allir í þeirri stöðu að vera með öruggt húsnæði.“

Segist hún vona að allir komist í öruggt húsnæði strax. „Við erum ein heild, þannig að þetta er ekki bara þannig að við lokum Grindavík og byggjum nýtt hús,“ segir hún um samfélagið í Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu