fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Skortur á samstöðu sagður auka vanda Strætó

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 17:30

Mynd: Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag var meðal annars rætt um stöðu Strætó bs. Fram kom í bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna að skortur á samstöðu meðal eigenda félagsins, þ.e. sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, hafi orðið til þess að ekki var bætt úr fjárhagsstöðu Strætó og því hafi stjórn félagsins neyðst til að hækka gjaldskrá. Borgarfulltrúar minnihlutans segja að meirihlutinn hafi ekki staðið sig í stykkinu við að bæta úr stöðu mála hjá Strætó.

Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar segir að fjárhagsstaða Strætó sé afar erfið. COVID-faraldurinn hafi haft mikil áhrif á reksturinn og orsakað aukinn kostnað og tekjufall. Sjóðir sem átti að nota í endurnýjun vagna og í orkuskipti hafi tæmst. Vagnar séu eldri og eldsneyti dýrara.

Stuðningur ríkisins hafi verið lítill. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi bætt við töluverðum fjármunum en það hafi hingað til ekki dugað. Fyrirsjáanleiki í rekstri Strætó sé einnig lítill þar sem tímalína innleiðingar samgöngusáttmála, nýs leiðakerfis og borgarlínu liggi ekki fyrir. Samstaða hafi ekki náðst meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, eigenda félagsins, um að brúa rekstrarbil þess að fullu. Stjórn Strætó hafi því annað hvort þurft að hækka fargjöld töluvert eða skerða þjónustu og komist að þeirri niðurstöðu að gjaldskrárhækkun væri illskárri. Það sé vont en engu að síður talið óhjákvæmilegt.

Allt sé í volli hjá Strætó

Í bókunum fulltrúa minnihlutaflokkanna kom fram mikil gagnrýni á stöðu Strætó og hvernig meirihlutinn hefði haldið á málefnum félagsins.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sagði m.a. í sinni bókun:

„Almenningur er hvattur af yfirvöldum til þess að nota strætó, en á meðan er þjónustan látin grotna niður og hefur Strætó því takmarkað bolmagn til að taka við fleiri farþegum eða bæta þjónustu í takt við væntingar þeirra sem taka áskoruninni og velja að nýta almenningssamgöngur til ferða sinna um borgina.“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í sinni bókun meirihlutann fyrir að þróa ekki strætisvagnakerfið með markvissum hætti og að samþykkja ekki umbótatillögur þeirra. Sjálfstæðismenn hafi lagt til lagningu forgangsakreina fyrir strætisvagna og snjallstýringu umferðarljósa. Þá yrði ráðist í úrbætur í biðskýlum og skiptistöðvum, lélegu greiðslukerfi skipt út, leiðakerfi bætt og að endurnýjun vagnaflotans yrði hraðað. Þessum tillögum hafi meirihlutinn ekki sýnt neinn áhuga.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði meðal annars þetta að segja um Strætó bs:

„Strætó bs. er byggðasamlag sem hefur vægast sagt reynst illa þegar kemur að svo viðkvæmri þjónustu sem almenningssamgöngur eru.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu