fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Styðja aðgerðir Svandísar – „Hvalveiðar eru dýraníð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 16:30

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir, sem sitja báðar í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi, rita í dag aðsenda grein á Vísi í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis um að tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við hvalveiðum á síðasta ári hafi brotið gegn lögum um hvalveiðar. Meike og Rósa Líf segja að velferð dýra skipti ekki minna máli en atvinnufrelsi. Þær lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Svandísar og segja að skoða verði málið í stóru samhengi.

Meike og Rósa minna á þá niðurstöðu Matvælastofnunar að hvalveiðarnar eins og þær voru framkvæmdar hefðu ekki verið í samræmi við lög um velferð dýra. Aflífun hafi tekið of langan tíma. Enn fremur hafi Fagráð um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum, eins og langreyðum, eins og þær væru framkvæmdar gætu ekki samræmst ákvæðum laganna um mannúðlega aflífun á dýrum.

Meike og Rósa vitna einnig í yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands:

Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.”

Þær segja að Svandís hafi verið í erfiðri stöðu. Hvalur hf. hafi tafið frágang á eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem eigi sinn þátt í að bannið var sett á örskömmu áður en vertíðin átti að hefjast:

„Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra.“

Þakka Svandísi fyrir

Meike og Rósa Líf segja að ráðherranum beri skylda til að tryggja velferð dýra og hafi orðið að gera eitthvað eftir að skýrsla Matvælastofnunar, álit Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsing Dýralæknafélags Íslands lágu fyrir:

„Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.“

Þær segja að lög um velferð dýra gildi um hvalveiðar:

„Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa – hvalveiðar eru dýraníð.“

Meike og Rósa Líf segja að velferð dýra eigi ekki að vera höfð eingöngu til hliðsjónar og að hún skipti ekki minna máli en atvinnufrelsi.

„Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða.“

Þær segja að það sé gott að Svandís hafi tekið ákvörðun um að banna veiðarnar tímabundið og þetta sá vonandi það sem koma skuli í málum sem varði velferð dýra á Íslandi.

Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg