fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Kjartan bendir á sláandi frávik og segir engu líkara en óðaverðbólga ríki í Reykjavík

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reykja­vík­ur­borg verður að end­ur­skoða þær gjald­skrár­hækk­an­ir sem eru al­ger­lega úr takti við eðli­leg­ar kostnaðar­hækk­an­ir eða þróun verðlags í land­inu,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Kjartan gerir þar gjaldskrárhækkanir í borginni að umtalsefni nú þegar nýtt ár er gengið í garð og bendir á að ársverðbólga á landsvísu árið 2023 hafi numið 7,7 prósentum. Flestir séu sammála um að eitt brýnasta verkefni nýs árs sé að lækka verðbólguna frekar, lækka vexti og gera skynsamlega kjarasamninga.

„Önnur mik­il­væg for­senda er sú að hið op­in­bera hækki ekki verð á þjón­ustu sinni langt um­fram verðlag enda eru all­ar slík­ar hækk­an­ir olía á verðbólgu­báli,“ segir Kjartan og nefnir að samkvæmt tillögu borgarstjóra frá því í nóvember hafi gjaldskrá þjónustugjalda borgarinnar að hækka um 5,5 prósent að jafnaði.

„Þegar gjald­skrárn­ar eru lesn­ar sést að frá þess­ari tölu eru mörg slá­andi frá­vik eins og eft­ir­far­andi dæmi sýna,“ segir Kjartan.

Hann nefnir til dæmis að heimili sem greiddi áður samtals 37.100 krónur fyrir tvær ruslatunnur fyrir blandað sorp og pappírstunnu þurfi nú að greiða samtals 63 þúsund krónur fyrir tvær tvískiptar tunnur. Nemur hækkunin 25.900 krónum, eða 70 prósentum.

Hann nefnir einnig að bílastæðagjöld í borginni hafi verið hækkuð um 40 prósent í október auk þess sem gjaldtaka var tekin upp á sunnudögum, gjaldsvæði stækkuð og gjaldtökutími lengdur til klukkan 21 alla daga vikunnar.

„Far­gjöld stræt­is­vagna hækka 8. janú­ar. Stakt gjald hækk­ar þá um 10,5% eða í 630 krón­ur. Um er að ræða þriðju gjald­skrár­hækk­un Strætó bs. á fimmtán mánuðum. Hef­ur stak­ur farmiði hækkað um 29% á þessu rúma ári eða úr 490 í 630 krón­ur. Er þetta lík­lega hæsta staka strætógjald í heimi. Eng­inn magnafslátt­ur er veitt­ur þótt keypt­ar séu tíu ferðir eins og tíðkast víðast hvar er­lend­is,“ segir hann.

Hann nefnir fleiri dæmi, til dæmis að 25 af 107 gjaldaliðum hjá Sorpu hækki um rúmlega 100%. Þá hækki skíðakort talsvert; dagskort fullorðinni hækki um 21% og vetrarkort um 16% og eldri borgarar fái ekki lengur ókeypis aðgang.

„All­ar hækk­an­ir á gjald­skrám Reykja­vík­ur­borg­ar og dótt­ur­fyr­ir­tækja henn­ar hafa verið samþykkt­ar af borg­ar­full­trú­um meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar. Þegar þess­ar hækk­an­ir eru skoðaðar er engu lík­ara en óðaverðbólga geisi í Reykja­vík,“ segir hann.

Hann vísar í nýleg ummæli Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra, þess efnis að Reykjavíkurborg sé tilbúin að halda aftur af gjaldskrárhækkunum til að stuðla að jafnvægi í efnahagslífinu. Segir Kjartan að Reykjavíkurborg verði að endurskoða þær hækkanir sem eru úr takti við eðlilegar hækkanir í landinu.

„Að óbreyttu munu þess­ar hækk­an­ir virka sem olía á verðbólgu­bálið og bitna á efna­hag fjöl­margra barna­fjöl­skyldna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við