Eins og vel hefur komið fram í dag tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem standa fyrir dyrum í sumar.
Þessi yfirlýsing kom nokkuð á óvart og hafa ýmsir Íslendingar lýst því yfir á samfélagsmiðlum að þeir muni sakna Guðna frá Bessastöðum og þakka honum og Elizu Reid forsetafrú fyrir þau tæpu 8 ár sem Guðni hefur gegnt embætti forseta Íslands og gera það undir myllumerkinu #TakkGuðni. DV tók saman nokkur dæmi af samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, um þakklæti Íslendinga í garð mannsins sem senn kveður Bessastaði.
Ég virði ákvörðun Guðna og skil hann vel að vilja eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum en ég mun sakna hans sem forseta 🫶🏻 #takkGuðni #minnforseti pic.twitter.com/zqDeji1jXt
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) January 1, 2024
Skór Guðna Th verða vandfylltir. Fagmaður fram í fingurgóma#TakkGuðni #Forseti @PresidentISL pic.twitter.com/I3C1xvIvZe
— Jón Björn (@JonBjornOlafs) January 1, 2024
#TakkGuðni ❤️
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 1, 2024
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) January 1, 2024
Sumir eru hins vegar þegar farnir að leggja til nöfn mögulegra eftirmanna:
Hear me out.#forseti pic.twitter.com/Ft1CqafTSz
— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) January 1, 2024