fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Rýming á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. janúar 2024 15:41

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að talsvert hafi snjóað í fjöll í hvassri austanátt á Austfjörðum en rignt á láglendi. Vitað sé um nokkur smærri flóð í Norðfirði og eitt úr Skágili ofan við Neskaupstað sem stöðvaðist nokkuð ofan við skógrækt. Líklega hafi þó fleiri flóð fallið í nótt og í morgun á Austfjörðum.

Ákveðið hafi verið að lýsa yfir hættustigi og rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði en ekki sé talin hætta á öðrum stöðum eins og staðan sé metin nú. Reitirnir sem rýmingin taki til séu undir Strandartindi og ekki þurfi mjög stór flóð til að ógna þeim reitum.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að á þessum reitum sé búið í tveimur húsum og þau þegar verið rýmd. Veginum undir Strandartindi hafi einnig verið lokað á sama tíma. Rýming standi til morguns.

Veðurstofan segir enn fremur að veðurspá sýni áframhaldandi austanátt með snjókomu til fjalla en rigningu á láglendi og neðri hluta hlíða. Því megi búast við votum snjóflóðum og mögulega krapaflóðum á láglendi þegar líður á kvöldið.

Ekki sé búist við hraðfara þurrum flóðum í þessu veðri með langt úthlaup eins og í snjóflóðahrinunni í mars á síðasta ári.

Á þriðjudag dragi úr úrkomu með stöku éljum til fjalla og skúrum á láglendi og ætti þá að draga úr snjóflóðahættu en mögulega geti verið krapaflóðahætta áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“