fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Ríkisstjórnin fengi 23 þingmenn en stjórnarandstaðan 40

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 13:00

Standa þau í fararbroddi hjartalausrar ríkisstjórnar auðmanna og hræsnara?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin heldur áfram að tapa fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er nú aðeins 34,5 prósent sem myndi duga fyrir 23 þingmönnum og vantar 8 upp á að halda meirihluta sínum á þingi.

Framsóknarflokkurinn mælist nú aðeins með 7,5 prósent fylgi. Það myndi duga fyrir 5 þingmönnum, ekki einu sinni einum í hverju kjördæmi. Flokkurinn vann mikinn sigur í síðustu alþingiskosningum og halaði inn 13 þingmönnum. Flokkurinn vann einnig stórsigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum en fylgið hefur dalað hratt undanfarið ár eða svo.

Ekki er mikið betur komið fyrir Vinstri grænum sem mælast nú með 5,9 prósent fylgi. Það dugar fyrir 4 þingmönnum, sem er helmingun á núverandi þingmannafjölda.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,1 prósent eða 14 þingmenn. Flokkurinn fékk 16 þingmenn kjörna í síðustu alþingiskosningum en bætti fljótlega við sig einum eftir að Birgir Þórarinsson, hjá Miðflokki skipti um lið. Ekki jafn mikið fall og já samstarfsflokkunum en samt slök mæling fyrir flokkinn.

Miðflokkur á siglingu og Samfylking með himinskautum

Samfylkingin fer áfram með himinskautunum og mælist með 28,5 prósent. Það myndi þýða heil 19 þingsæti í kosningum eða einu minna en flokkurinn fékk eftir stórsigur í alþingiskosningunum árið 2009, eftir bankahrunið.

Miðflokkurinn er líka á siglingu. Hann mælist nú með 8,7 prósent, sem dugar fyrir 6 þingmönnum. Flokkurinn er aðeins með tvo þingmenn í dag.

Píratar mælast með 10,3 prósent sem duga fyrir 7 þingmönnum, Viðreisn með 7,2 sem dugar fyrir 4 og Flokkur fólksins með 6,3 sem dugar einnig fyrir 4 þingmönnum.

Sósíalistaflokkurinn sækir í sig veðrið frá fyrri könnun en mælist enn þá undir þröskuldi fyrir jöfnunarþingsæti, með 4,4 prósent.

Könnunin var gerð dagana 1. til 31. ágúst. Úrtakið var 10.076 og svarhlutfall 49,5 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“