fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. september 2023 09:00

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Kínverjar láta verða af því að setja Taívan í hafnbann taka þeir „gríðarlega áhættu“ og hafnbannið mun væntanlega mistakast en bein innrás myndi vera mjög erfið í framkvæmd.

Þetta sögðu nokkrir háttsettir bandarískir embættismenn nýlega. Þeirra á meðal Ely Ratner, sem fer með öryggismál í Indlandshafi og Kyrrahafi. Hann sagði að möguleikar Kínverja á árangri væru ekki miklir ef málin þróast á verri veg við Taívan. „Þetta myndi líklega mistakast og það væri mikil áhætta fyrir Kínverja að stigmagna þetta. Þeir myndu neyðast til að íhuga hvort þeir séu reiðubúnir til að ráðast á flutningaskip,“ sagði hann.

Kínverjar líta á Taívan sem hluta af Kína og hafa svarið þess eið að leggja eyríkið undir sig dag einn.

Taívan er lýðræðisríki og telur sig vera sjálfstætt ríki. Kína er hins vegar undir ægivaldi kommúnistaflokksins og lýðræði er eitthvað sem landsmenn geta varla látið sig dreyma um, svo mikil eru völd kommúnistaflokksins.

Kínverjar hnykla reglulega vöðvana gagnvart Taívan. Nýlega sendu þeir til dæmis 100 orustuþotur að eyjunum.

Ratner sagði að það muni hafa gríðarlega mikil neikvæð áhrif á alþjóðasamfélagið ef Kínverjar setja Taívan í hafnbann og myndi væntanlega verða mætt með hörðum viðbrögðum, eitthvað sem Kínverjar vilji forðast.

Bandarískir embættismenn hafa spáð því að Kínverjar muni ráðast á Taívan 2027.

Joseph McGee, hershöfðingi í Bandaríkjaher, tók undir orð Ratners og sagði mun auðveldara að tala um hafnbann en hrinda því í framkvæmd. Hann benti einnig á að fjalllendi Taívan og Taívansund geri að verkum að erfitt verði að gera innrás. Kínverjar þurfi þá að safna saman tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda hermanna á austurströndinni og þar með sjáist skýr merki um hvað þeir ætla sér. Hann sagði einnig að það sé mjög erfitt að vera með hernaðaraðgerðir í lofti og á sjó samtímis. Kínverjar verði mjög berskjaldaðir í Taívansundi, sem er 145-160 km á breidd, fyrir skothríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs