fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Heimkaup bætir við umhverfisvænum afhendingarmáta í samstarfi við Pikkoló

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2023 17:14

Gréta María og Ragna fyrir utan afhendingarstöð Pikkoló í Vatnsmýrinni. Mynd: Birgir Ísleifur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni opnaði Heimkaup á nýjan afhendingarmáta í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló sem gerir viðskiptavinum Heimkaupa mögulegt að sækja vörur samdægurs í kældar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló. Fyrsta stöð Pikkolo hefur nú þegar verið opnuð við Grósku í Vatnsmýrinni og á næstu vikum verður önnur stöð opnuð við Hlemm en opið verður allan sólahringinn í stöðvunum. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Meginmarkmið Pikkoló er að auðvelda neytendum að nálgast mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Þetta gerir Pikkoló með því að tengja verslanir á netinu við kældar Pikkoló stöðvar sem staðsettar verða í nærumhverfi fólks eins og t.d. við stærri vinnustaði, almenningssamgöngur og þétta íbúakjarna. Með sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló er bæði verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í dreifingu og í senn bjóða upp á aukinn sveigjanleika í afhendingu fyrir viðskiptavini sem versla mat – og dagvörur á netinu. Pikkoló stöðvarnar eru alfarið byggðar upp á íslensku hugverki, hönnun og umhverfisvænni framleiðslu.

Mikill vöxtur hefur verið á matvöru í netsölu og ef salan eykst með sama hætti hér á landi og hún hefur gert hjá nágrannalöndum okkar má ætla að heimsendingar á dag verði um 6-8 þúsund á höfuðborgarsvæðinu, sem kallar á aukna umferð á háannatíma. Með því að auka þjónustu í nærumhverfi fólks er hægt að draga úr þeirri umferð sem er hluti af markmiði samstarfsins á milli Heimkaupa og Pikkoló.

,,Það er fátt sem gleður okkur hjá Heimkaupum meira en þegar okkur tekst að létta viðskiptavinum okkar lífið með því að gera innkaupin til heimilisins þægilegri og einfaldari. Og gefa fólki þannig meiri tíma með fjölskyldunni, eða í skemmtilega afþreyingu í stað þess að þurfa að rjúka út í búð eftir vinnu.  Með samstarfi við Pikkoló eykst valfrelsi fólks enn frekar en nú geta viðskiptavinir Heimkaupa valið á milli þess að sækja innkaupin í sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló eða fengið sent beint heim eins og áður. Svo er sérstaklega ánægjulegt að með því að bjóða fólki upp á að sækja vörurnar í nærumhverfi sínu þá dregur enn meira úr kolefnisfótspori og innkaupin verðar enn umhverfisvænni, sem rímar vel við áherslur hjá Heimkaupum,” segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa.

,,Við hjá Pikkoló viljum tryggja að allir geti nálgast fjölbreytt og fersk matvæli á samkeppnishæfu verði í nærumhverfi sínu og vonumst til þess að það auki lífsgæði fólks til muna. Með áherslu á að vera í nærumhverfi fólks, hvort sem það er þar sem fólk býr eða starfar, getum við aukið skilvirkni í dreifingu um 80-90% og dregið verulega úr umferð og þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem henni fylgir,” segir Ragna M. Guðmundsdóttir, annar stofnandi og framkvæmdastjóri Pikkoló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu