fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Þrautseigur ökuníðingur ákærður – Þrjú hjól undir bílnum en áfram skrölti hann þó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. september 2023 10:30

Frá Laufrima. Mynd tengist frétt ekki beint. Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn hefur ákært ökumann sem hélt áfram flótta sínum undan lögreglu eftir að eitt hjól losnaði undan bíl hans. Fyrirkall og ákæra eru birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta manninum ákæru. Hann ber erlent nafn en er skráður til heimilis í Mosfellsbæ.

Maðurinn er sakaður um þrjú umferðarlagabrot á árinu 2022 en það þriðja, sem átti sér stað í lok október, er skrautlegast. Þar reyndi maðurinn allt sem í hans valdi stóð til að flýja undan  lögreglu og lét ekki stöðva sig þó að hjól færi undan bíl hans. Við Fjallkonuveg í Reykjavík sinnti maðurinn ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur jók hraðann. Atvikum er síðan lýst svo í ákæru:

„…ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu sem gefin voru með ljós og  hljóðmerkjum lögreglubifreiðar þegar hún hugðist stöðva aksturinn heldur aukið hraðann og ekið áfram inn í hringtorg inn á Hallsveg án þess að gefa stefnumerki úr hringtorginu og áfram um Hallsveg og aftur ekið inn í annað hringtorg á gatnamótum Hallsvegs og Langarima án þess að gefa stefnumerki úr hringtorginu og ekki stöðvað aksturinn fyrr en í Langarima við Rósarima og Mururima, og jafnframt með því að hafa, í framangreint skipti er lögregla hafði afskipti af ákærða og hugðist teygja sig eftir kveikjuláslykil bifreiðreiðinnar til þess að drepa á henni, haldið akstrinum áfram og ekið á brott frá lögreglu yfir grasbala á umferðareyju við Langarima og Laufrima til að komast framhjá lögreglubifreið sem var komin til aðstoðar. Á hringtorgi við Langarima og Borgarveg reyndi lögregla að stöðva akstur ákærða með því að aka lögreglubifreið nr. 206 utan í bifreiðina, með þeim afleiðingum að hjólbarði hægra megin að aftan losnaði af bifreiðinni NA-R65. Þrátt fyrir þetta hélt ákærði akstrinum áfram inn í botnlanga við Laufrima 20-24 og stöðvaði ekki fyrr en hann komst ekki lengra og var króaður af. Á meðan á eftirförinni stóð gaf ákærði aldrei stefnumerki.“

Þess skal getið að maðurinn ók undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Lögreglustjóri krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu