fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Mikill meirihluti vill kjósa um ESB aðild – Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn skera sig úr

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. september 2023 15:30

Stuðningur hefur vaxið við Evrópusamstarf síðan Rússar réðust inn í Úkraínu snemma á síðasta ári. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 57 prósent aðspurðra í nýrri könnun vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild Íslands. Innan við 19 prósent eru andvíg og tæplega 24 prósent hafa ekki skoðun á málinu. Af þeim sem hafa skoðun á málinu vilja því 75 prósent kjósa um aðild.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna.

Einnig kemur fram að rúmlega 40 prósent eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en tæplega 33 prósent andvíg.

Í um tíu ár sýndu kannanir Maskínu ítrekað að fleiri væru mótfallnir inngöngu en fylgjandi. Mest var andstaðan í kringum árið 2013 þegar meira en 60 prósent sögðust mótfallnir en um 20 prósent fylgjandi. Síðan árið 2022 hefur stuðningurinn við Evrópusambandsaðild rokið upp.

Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði, en mælingar víðs vegar um Evrópu sína að stuðningur við Evrópusamstarf hafi aukist eftir innrás Rússa inn í Úkraínu.

Þegar litið er til þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu í könnun Maskínu sést að 34 prósent eru mjög fylgjandi henni og rúmlega 23 prósent frekar fylgjandi. Innan við 9 prósent eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og rúmlega 10 prósent frekar andvíg.

 

Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn einir á móti

Mestur er stuðningurinn meðal stuðningsfólks Viðreisnar. 95 prósent þeirra vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og innan við 1 prósent er á móti.

Stuðningurinn er einnig mikill hjá Samfylkingarfólki, eða hátt í 82 prósent, og hjá Sósíalistum, 75 prósent. Rúmlega 62 prósent Pírata vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en óákveðnin mælist mest á þeim bænum, rúmlega 30 prósent.

62 prósent stuðningsfólks Flokks fólksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu, 59 prósent Vinstri grænna, 42 prósent Framsóknarmanna, 37 prósent Miðflokksmanna og 31 prósent Sjálfstæðismanna.

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru einu flokkarnir þar sem andstaða við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meiri en stuðningur.

Tæplega 70 prósent þeirra sem eru óánægð með störf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna styðja þjóðaratkvæðagreiðslu en aðeins 12 prósent eru á móti. Hjá þeim sem eru ánægð með ríkisstjórnina er mjórra á munum. 39 prósent vilja atkvæðagreiðslu en 37 á móti.

 

Karlar og Reykvíkingar hlynntastir

Karlar mælast nokkuð jákvæðari í garð þjóðaratkvæðagreiðslu en konur, það er tæplega 61 prósent samanborið við tæplega 54 prósent hjá konum.

Aldursdreifingin er nokkuð jöfn en fólk á fertugsaldri er hlynntast atkvæðagreiðslu, 59 prósent. 58 prósent fólks yfir sextugu vill atkvæðagreiðslu en 27 prósent eru andvíg.

Reykvíkingar eru jákvæðastir gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu, þar mælist stuðningurinn 62 prósent. Minnstur mælist stuðningurinn á Suðurlandi og Reykjanesi, 49 prósent. Þar er líka andstaðan mest, 26 prósent.

Að lokum má nefna að stuðningur eykst með hækkandi menntunarstigi. 63 prósent háskólamenntaðra vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en 53 prósent þeirra sem eru með grunnskólapróf.

 

Könnunin var netkönnun gerð dagana 17. til 22. ágúst. Svarendur voru 1.078 einstaklingar úr Þjóðgátt Maskínu, sem valdir eru tilviljanakennt úr Þjóðskrá. Gögnin voru vegin til að endurspegla þjóðina út frá kyni, aldri, búsetu og menntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafþór Logi látinn

Hafþór Logi látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg Magnúsdóttir látin

Guðbjörg Magnúsdóttir látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul