fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Völundarhús í Laugardal, nálabox í Breiðholti og jólaljós í Vesturbæjarlaug hluti af því sem borgarbúar vilja

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ormurinn langi, Pump track, dorgbryggja, hugleiðsluróla, hundagerði, hjólabraut, áningastaður á horni gistiskýlisins við Lindargötu, nálabox, snjallhjólastæði, jólaljós í Vesturbæjarlaug, matjurtagarður, vatnspóstar, almenningssalerni, gönguleið á Úlfarsfell, gaga völlur, átthagafræðsla, stoppistuð, útsýnispallur við Kermóafoss, stækkun vaðlaugar og fjölmargar fleiri hugmyndir borgarbúa eru í boði fyrir borgarbúa að kjósa um í ár í Hverfið mitt.

Kosning hófst á miðnætti og hafa íbúar úr 450 milljónum að spila í ár og eru hugmyndirnar sem velja má um alls 197 talsins. Áætlaður kostnaður við framkvæmd hugmyndanna er á bilinu 1 milljón og upp úr, þær tvær dýrustu í framkvæmd 57 milljónir króna. 

Íbúar Laugardals stórhuga með þrjár dýrustu hugmyndirnar

Íbúar Laugardals eiga þrjár dýrustu hugmyndirnar, pump track við brettavöllinn í Laugardalnum, völundarhús og dorgbryggju, allar með áætlaðan kostnað upp á 57 milljónir króna. Íbúar Breiðholts og íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals eiga ódýrustu hugmyndirnar, annars vegar að setja upp nálabox á völdum stöðum í Breiðholti og hins vegar að stika gönguleið við rætur Úlfarsfells í átt að Hafravatni, það er í hlíðinni fyrir ofan Úlfarsfellsveg, báðar með áætlaðan kostnað upp á 1 milljónir króna.

Gömguleið upp á Úlfarsfell

Fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir

Á meðal hugmynda í Vesturbæ eru sögugarður Guðrúnar Helgadóttur rithöfunds, jólaljós í Vesturbæjarlaug, vistlegri Ránargata, Padelvöllur og kaldur pottur í Vesturbæjarlaug, sem er dýrasta framkvæmdin upp á 53 milljónir króna, meðan jólaljósin í lauginni eru sú ódýrasta upp á 2 milljónir króna.  Íbúar Vesturbæjar hafa 53 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Kaldur pottur í Vesturbæjarlaug
Jólaljós í sömu laug

Á meðal hugmynda í miðborginni eru áningastaður á horni Lindargötu og Frakkastígs, þar sem gistiskýlið er, gosbrunnur og andahús í Tjörnina, það seinna er á meðal ódýrari hugmynda hverfisins upp á 4 milljónir króna, sauna í Sundhöllina og almenningssalerni í Hljómskálagarðinn, en þær síðastnefndu eru þær dýrustu í framkvæmd, hver upp á 39 milljónir króna. Íbúar Miðborgar hafa 39 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Andahús
Almenningssalerni

Á meðal hugmynda í Hlíðahverfi eru matjurtagarður, hundagerði, yfirbyggt grill, almenningssalerni, mini-golf og hjólabrettagarður á Klambratúni, en þrjár síðastnefndu eru dýrastar í framkvæmd, 41 milljón hver. Ungbarnarólur í Hlíðunum eru ódýrastar eða 2 milljónir króna. Íbúar Hlíðahverfis hafa 41 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Hjólabrettagarður
Matjurtagarður

Á meðal hugmynda í Háaleiti og Bústaðahverfi eru hjólastæði við leikskólann Múlaborg, sem er ódýrasta framkvæmdin upp á 3 milljónir króna, hjólabraut, söguskilti, og endurbætur á fótboltavelli sem er dýrasta framkvæmdin upp á 27 milljónir króna. Íbúar Háaleitis og Bústaða hafa 51 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Fótboltavöllur
Hugleiðsluróla

Á meðal hugmynda í Laugardal eru pump track, völundarhús og dorgbryggja sem eru þær dýrustu, 57 milljónir hver, jólaland í Laugardal, og útigrill á Aparóló, sú ódýrasta upp á 3 milljónir króna. Íbúar Laugardals hafa 57 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Völundarhús
Dorgbryggja
Pump track

Á meðal hugmynda á Kjalarnesi eru gaga völlur sem er sú ódýrasta upp á 1 milljón króna, hreiðurróla, klifurgrind og heitavatnspottur við sjósundsaðstöðuna, en þær eru á meðal þeirra dýrustu sem hver kostar 13 milljónir króna. Íbúar Kjalarness hafa 14 milljónir til ráðstöfunar og 22 hugmyndir að velja úr. 

Klifurgrind
Gaga völlur

Á meðal hugmynda í Grafarvogi eru leikvöllur undir þaki sem er dýrasta hugmyndin upp á 40 milljónir króna, gróðurlundur, vatnspóstar, minigolf og stjörnukíkir sem er ódýrasta framkvæmdin upp á 3 milljónir króna. Íbúar Grafarvogs hafa 56 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Leikvöllur undir þaki
Stjörnukíkir

Á meðal hugmynda í Grafarholti og Úlfarsárdals eru gönguleið á Úlfarsell sem er sú ódýrasta upp á 1 milljón króna, samfélagsgróðurhús, strandblakvöllur, tennisvöllur, gosbrunnur, hundagerði og bryggja við Reynisvatn, en fjórar síðastnefndu eru þær dýrustu í framkvæmd, hver upp á 25 milljónir króna. Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdal hafa 31 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Gosbrunnur
Bryggja við Reynisvatn

Á meðal hugmynda í Árbæ eru sumarblóm í hringbraut sem er sú ódýrasta upp á 2 milljónir króna, samverustaður við Rauðavatn, leiktæki fyrir fatlaða, Parkourvöllur og tvær dýrustu hugmyndirnar, útsýnispallur við Kermóafoss og endurbætur á leik- og útivistarsvæði við Rofabæ, hver upp á 38 milljónir króna. Íbúar Árbæjar hafa 41 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Sumarblóm í hringtorg
Leiktæki fyrir fatlaða

Á meðal hugmynda í Breiðholti eru yfirbyggður leikvöllur, Prins Róló, útikennslustofa, nálabox sem eru ódýrasta hugmyndin upp á 1 milljón króna og stækkun vaðlaugar í Breiðholtslaug sem er dýrasta framkvæmdin upp á 50 milljónir króna. Íbúar Breiðholts hafa 61 milljónir til ráðstöfunar og 25 hugmyndir að velja úr. 

Nálabox
Breiðholtslaug

Hverjir geta kosið?

Allir sem fæddir eru árið 2008 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, geta tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn og stendur yfir til miðnættis 28. september.

Kjósandi velur fyrst hvaða hverfi hann ætlar að kjósa í og velur svo sínar uppáhalds hugmyndir þangað til að fjárhæð hverfisins hefur verið ráðstafað. Að lokum er smellt á kjósa. Hægt er að kjósa í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. og kjósendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Fjölskyldan kjósi saman

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að tilvalið sé fyrir fjölskyldur að kjósa saman, njóta liðsinnis barna og unglinga á heimilinu sem geta ekki kosið, og gefa þeim tækifæri á að velja verkefni sem þeim finnst eigi að fá atkvæði.Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, og hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan á kosningunni stendur. Einnig má senda fyrirspurnir á hverfidmitt@reykjavik.is. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Reykjavíkurborgar: Kosningar – Hverfið mitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku