fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Lilja Rannveig vill að ungt fólk fái ókeypis getnaðarvarnir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þar sem kveðið er á um að heilbrigðisráðherra verði falið að gera getnaðarvarnir aðgengilegar einstaklingum undir 25 ára þeim að kostnaðarlausu.

Meðflutningsmenn eru þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Gísli Rafn Ólafsson, Oddný G. Harðardóttir og Inga Sæland.

Tillagan var áður lögð fram á Alþingi veturna 2021-2022 og 2022-2023.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að kynheilbrigði sé hluti af lýðheilsu þjóðarinnar. Notkun getnaðarvarna skipti miklu máli í því samhengi því að þær gefi einstaklingum tækifæri á því að hafa meiri stjórn á sínu eigin lífi. Bágar fjárhagslegar aðstæður geti komið í veg fyrir að ungt fólk noti getnaðarvarnir, sérstaklega dýrari gerðir þeirra sem teljist bera meiri árangur til lengri tíma. Ungt fólk eigi að eiga kost á því að nota getnaðarvarnir án þess að hafa áhyggjur af kostnaði.

Enn fremur segir að til séu sögur af einstaklingum sem kjósi að sleppa getnaðarvörnum til að spara pening. Fjárhagur ungs fólks sé oft mismunandi eftir mánuðum. Þá verði getnaðarvarnir oft fyrir valinu, sem bitni á kynheilbrigði. Pillan, lykkjan, traustir smokkar eða hvaða önnur getnaðarvörn sem verði fyrir valinu eigi að vera aðgengileg ungu fólki. Flutningsmenn telja að með samþykkt þingsályktunartillögunnar verði ungt fólk gripið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á almennt kynheilbrigði og lýðheilsu þjóðarinnar.

Í greinargerðinni kemur fram að getnaðarvarnir séu ókeypis í fjölda ríkja, en það sé mismunandi hvaða verjur séu aðgengilegar fólki að kostnaðarlausu og hverjum þær séu aðgengilegar með tilliti til aldurs, kyns o.fl.

Í greinargerðinni er einnig sérstaklega vísað til kynsjúkdóma sem geti haft neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklings til lífstíðar. Þeir séu margir og mismunandi en eigi það allir sameiginlegt að berast milli fólks við kynmök og vera skaðlegir heilsu fólks. Til séu yfir 30 kynsjúkdómar en þeir algengustu á Íslandi séu kynfæravörtur, kynfæraáblástur og klamýdía. Aðrir kynsjúkdómar, sem séu ekki eins útbreiddir, séu t.d. HIV, lifrarbólga B, lekandi, sárasótt, tríkómónassýking, flatlús og kláðamaur. Þó komi fram í Farsóttarfréttum embættis landlæknis, fréttabréfi sóttvarnalæknis, frá júní 2023 að greindum tilfellum lekanda hafi farið fjölgandi á Íslandi síðustu ár.

Í lok greinargerðarinnar kemur fram að ráðherra verði falið að útfæra efni þingsályktunartillögunnar nánar, m.a. með tilliti til takmarkana og þeirra staða þar sem getnaðarvarnirnar yrðu aðgengilegar einstaklingum yngri en 25 ára þeim að kostnaðarlausu. Með takmörkunum sé aðallega átt við afhendingu smokka, þ.e. að einstaklingur geti ekki komið og óskað eftir þúsundum smokka á einu bretti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“