fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Afdrifaríkur akstur undir áhrifum: Skilorð og 18 mánaða bílprófsleysi fyrir manndráp af gáleysi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. september 2023 12:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur var á þriðjudag í síðustu viku fundinn sekur um fíkniefnaakstur sem olli bílveltu þar sem farþegi lést. Fékk hann þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og missti bílprófið í átján mánuði.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. september. Umferðarslysið sem hann fjallar um gerðist árið 2021. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákærði einstaklinginn fyrir hegningar og umferðarlagabrot. Að hann hafi ekið undir áhrifum amfetamíns, á óskoðuðum bíl og án þess að nota bílbelti.

Missti hann stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Þá kastaðist farþegi í framsæti út úr bílnum. Farþeganum blæddi út eftir að hafa hlotið mikla áverka á brjóstholi og kviði. Lést hann á slysstað skömmu eftir slysið.

Var ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á ýmsum greinum umferðarlaga. Var þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar og sviptingar ökuréttinda. Viðurlög við manndrápi af gáleysi er allt að 6 ára fangelsisdómur og við alvarlegu umferðarlagabroti ævilöng svipting ökuréttinda.

Mikið áfall fyrir ökumanninn

Ökumaðurinn játaði skýlaust brot sitt og krafðist vægustu refsingar. Var því farið með málið án frekari sönnunarfærslu samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

Kemur fram í dómnum að sakaferill ökumannsins hafi ekki haft áhrif á refsiákvörðun. Fyrir þetta atvik hafi hann ekki sætt refsingu fyrir umferðarlagabrot.

Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum og kvaðst ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess.

Ljóst sé að ökumaðurinn hafi orðið fyrir miklu áfalli. „Fram er komið í málinu og liggur fyrir í læknisfræðilegum gögnum að ákærði slasaðist alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kemur að ákærði hafi á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnast frekari meðhöndlunar við,“ segir í dóminum.

Bíltæknirannsókn fellur á ríkið

Eins og fyrr segir hlaut ökumaðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm og er sviptur ökuréttindum í eitt og hálft ár. Þá er honum gert að greiða um 1,5 milljón króna í lögfræði og málskostnað. Tæplega hálfrar milljón króna bíltæknirannsókn fellur á ríkissjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni