fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Muhammed stormeltir náði mynd af mögnuðu fyrirbrigði við gosstöðvarnar

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 21:00

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Muhammed Emin Kizilkaya áhugamaður um íslensk óveður og doktorsnemi við Háskóla Íslands fann á upphafsdögum eldgossins við Litla-Hrút á Reykjanesskaga skeifu sem talið er að geti mögulega verið frá 13. öld.

Sjá einnig: Stormeltirinn Muhammed fann undarlegan hlut á gossvæðinu

Fyrr í kvöld sagði Muhammed frá nýjustu ferð sinni á gosstöðvarnar í færslu á Facebook-síðu sinni en þar náði hann myndum af náttúrufyrirbrigði sem hann hann segir að sé kallað rykdjöfull:

„Við gengum að eldfjallinu og urðum vitni að fyrirbrigði sem myndast vegna hitans frá eldfjallinu; svokölluðum „rykdjöfli“. Rykdjöflar myndast þegar heitt loft stígur hratt upp frá yfirborði jarðar til himins og fyrir verður miklu kaldara loft þar rétt fyrir ofan og enn hærra uppi. Við slíkar aðstæður teygist á heita loftinu og það myndast snúningshreyfing eins og í hvirfilbyl.

Þeir eru yfirleitt skaðlausir en sérstaklega öflugir rykdjöflar geta valdið eignatjóni.

Þetta er svo sannarlega heillandi.“

Það er erfitt að taka ekki undir síðustu setninguna í færslu Muhammed en hana, með stuttu myndskeiði af rykdjöflinum, má sjá hér að neðan:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Í gær

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu