fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Loka gosstöðvunum vegna ,,lífshættulegrar gasmengunar”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júlí 2023 21:44

Eldgosið Litla-Hrút Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samráði við vísindamenn og sóttvarnalækni, hafa ákveðið að loka fyrir aðgang að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. „Næstu klukkustundir er líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við,“ segir í tilkynningunni. Unnið sé að því að auðvelda aðgengi að eldstöðvunum þegar dregið hefur úr gasmengun.

Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV kl.19 að töluverður fjöldi fólks hafi ætlað að ganga upp að gosstöðvunum þrátt fyrir viðvaranir almannavarna. Um dágóðan spöl er að ræða eða 9 kílómetra. Þeir sem eru á leiðinni eru beðnir um að snúa við hið snarasta.

Gosið er kraftmeira en gosin þar á undan en gossprungan er hátt í kílómetri að lengd.  Hraunið rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Telja vísindamenn að  hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“