fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Færri kindur fórnarlömb bíla á Austurlandi

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 17:00

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi síðustu ár í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands vakið athygli á hættu sem sauðfé og til að mynda, fuglum og hreindýrum stafi af ökutækjum. Dýr sæki af ýmsum ástæðum í vegi og vegaxlir. Ágæta yfirferð þess megi finna á vef Náttúrustofu Austurlands.

Segir í færslunni að helstu tölur lögreglu sem kunni að gefa vísbendingar um stöðu þessara mála séu tilkynningar sem henni berast um að ekið hafi verið á búfé. Á tímabilinu 1. apríl til dagsins í dag árin 2019 til 2023 séu að meðaltali skráð sextán slík tilvik hjá embættinu. Árið 2019 og 2020 hafi þau verið yfir tuttugu talsins bæði árin, á umræddu tímabili, en séu tíu á þessu ári.

Telur Lögreglan á Austurlandi að þetta bendi til að ökumenn séu að verða varkárari en áður og ber þá von í brjósti að sú þróun haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns