fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Sýknaður af ákæru um líkamsárás á son sinn – Vildi ekki að faðirinn færi niður í bæ til að berja mann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. maí 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 19. maí síðastliðinn yfir manni sem ákærður var fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn var sakaður um að hafa slegið son sinn í andlitið þriðjudaginn 7. september árið 2021.

Atvik voru þau að þetta kvöld sat faðirinn að drykkju með tveimur vinum sínum og sonurinn var að spila tölvuleiki. Faðirinn ætlaði að fara út og tjáði syninum að hann og vinir hans væru á leiðinni niður í bæ til að berja einhvern mann sem skuldaði þeim pening. Sonurinn reyndi að koma í veg fyrir að faðirinn færi út. Þegar faðirinn varð þess var að sonurinn var að taka upp samtalið á síma sinn er hann sagður hafa slegið hann í andlitið. Fór drengurinn eftir þetta heim til systur sinnar og í framhaldinu til læknis í skoðun. Læknirinn gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist enga áverka hafa fundið.

Maðurinn neitaði  því fyrir dómi að hafa slegið drenginn í andlitið en sagðist hafa slegið símann úr höndum hans. Drengurinn framvísaði upptöku sem virtist sýna að hann hafi verið sleginn, þar sem smellur heyrðist, en kvað það myndband vera af öðru atviki.

Í niðurstöðu dómsins var sagt að ekki væri til að dreifa öðrum gögnum í málinu en framburði feðganna sem ekki bar saman. Tók dómari fram að ákærandi, Lögreglustjórinn á Vesturlandi, hefði ekki fallist á þá tillögu að ákæra föðurinn fyrir tilraun til líkamsárásar heldur hélt hann sig við ákæru um líkamsárás.

Sagði dómari að ekki væri annað í stöðunni en að sýkna föðurinn af ákærunni. Jafnframt var hafnað miskabótakröfu sem barnavernd gerði fyrir hönd drengsins, upp á 500 þúsund krónur.

Systir drengsins gaf skýrslu fyrir dómi og var framburður hennar áhugaverður. Um það segir í texta dómsins:

„[B…], hálfsystir brotaþola, gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að hún hefði aðeins heyrt af komu brotaþola til … kvöldið sem hann kom. Hann hefði verið heima hjá föður þeirra í einhverja daga. Það fyrsta sem hún hefði hugsað var að þetta ætti ekki eftir að verða í lagi og henni hefði fundist hún þurfa að koma þar við og hitta brotaþola. Kvað hún ástandið á föður sínum á þessum tíma hafa verið þannig að hún hefði vitað að þetta myndi fara eins og það fór. Hefði hún látið brotaþola vita af því að hann mætti hringja í hana að degi sem nóttu ef eitthvað væri að, sem hann hefði svo gert umrætt sinn. Brotaþoli hefði þá komið til hennar og verið hjá henni síðan. Kvað hún brotaþola hafa lýst mikilli drykkju og ofbeldi á heimilinu á þessum tíma. Hefði brotaþoli sagt að þegar ákærði væri fullur væru alltaf einhverjir „gamni slagir“ og hann hefði snúið hann niður og þess háttar. Síðan hefði brotaþoli sýnt henni myndskeiðið sem hann tók.“

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Í gær

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði