fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Rússar eru ófærir um að gera stórsókn og það er vandamál fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 04:14

Liðsmenn Wagnerhópsins sem berst með rússneska hernum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa sótt fram við Bakhmut síðustu daga og náð töluverðum landsvæðum nærri bænum úr höndum Rússa. Leyniþjónusta úkraínska hersins segir að rússneski herinn geti ekki lengur blásið til stórsóknar og er hann raunar aðallega í varnarstöðu þessa dagana.

Þetta sagði talsmaður úkraínska hersins í samtali við CNN.

En þetta er ekki endilega gott fyrir Úkraínumenn.

„Þeir hafa undirbúið sig undir að verjast og það er alvarlegur þáttur sem úkraínska herstjórnin verður að taka með í reikninginn þegar hún undirbýr sig undir að endurheimta hertekin úkraínsk svæði,“ sagði talsmaðurinn.

Leyniþjónustan segir að Rússar geti þó enn skotið flugskeytum á Bakhmut og geti þannig „viðhaldið árásum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga