fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Svona löngum tíma ná rússneskir hermenn í Úkraínu áður en þeir hverfa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 05:16

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á rússneska samfélagsmiðlinum Vkontakte, sem svarar til Facebook, er lýst eftir Dmitry Vytovto, rússneskum hermanni. Það er eiginkona hans sem lýsir eftir honum og hefur gert mánaðarlega síðan í júní á síðasta ári. „Leita að eiginmanni og föður. Hjálpið mér að finna einhvern sem veit eitthvað,“ segir í færslu hennar.

En hún hefur ekki fengið nein viðbrögð við auglýsingunni. Eiginmaður hennar er einn af þeim tugum þúsunda rússneskra hermanna sem hafa horfið í Úkraínu. Hugsanlega eru sumir í haldi Úkraínumanna en margir hafa líklega fallið á vígvellinum.

En þegar ekkert lík er til staðar geta ættingjarnir ekki jarðsett viðkomandi né fengið bætur frá rússneska ríkinu. Ástæðan er að hermaðurinn er ekki skráður opinberlega sem fallinn.

Novaya Gazeta segir að eftirlýsingin eftir Vytovtov sé því langt frá því að vera sú eina sinnar tegundar á rússneskum samfélagsmiðlum.

Miðillinn hefur farið yfir tæplega 10.000 færslur á Vkontakte þar sem lýst er eftir rússneskum hermönnum. Báru blaðamenn kennsl á 1.365 horfna hermenn, hið minnsta, með þessu.

En það eru ekki allir ættingjar sem auglýsa opinberlega eftir horfnum hermönnum og því er talið að fjöldi horfinna hermanna sé miklu  meiri en þessi tala segir til um. Sergei Krivenko, leiðtogi mannréttindahópsins „Borgari“ sagði að flestir þeirra, sem saknað sé, séu látnir en lík þeirra hafi ekki fundist. Nú sé vitað um 12.000 staðfest andlát en líklega sé fjöldi horfinna, tvöfalt meiri.

Greining Novaya Gazeta sýnir að týndu hermennirnir hafi að meðaltali barist í stríðinu í 60 daga áður en þeir hurfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“