fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Mál Guðmundar Sölva í biðstöðu – „Ég vil ekki þurfa að taka þennan slag lengur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. mars 2023 16:10

Mæðginin Ragnheiður og Guðmundur Sölvi Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Sölvadóttir,  móðir Guðmundar Sölva Ármannssonar, fjór­tán ára drengs sem fæddist með tví­klofna vör og góm, hefur í mörg ár staðið í ströngu við að fá niðurgreidda læknisþjónustu fyrir son sinn.

DV birti í lok janúar viðtal við Ragnheiði þar sem hún sagði frá samskiptum sínum við Sjúkratryggingar Ís­lands, en Guðmundur Sölvi þarf á mikilli þjónustu tannlækna og tannréttindasérfræðinga að halda. 

Ragnheiður þreytt á margra ára baráttu – „Fullkomið ferli myndi fela í sér að ég gæti sinnt barninu mínu en ekki kerfinu“

Það nýjasta í stöðunni er að í síðustu viku fékk tann­réttinga­sér­fræðingur sonarins rukkun frá Sjúkra­tryggingum Ís­lands. Þar er hann krafinn um endur­greiðslu upp á tugi milljóna króna vegna tann­réttinga barna, meðal annars vegna Guð­mundar Sölva.

Tannréttingalæknirinn með endurkröfu upp á 24 milljónir

„Við fengum bréf síðast­liðinn föstu­dag um að tann­réttinga­læknirinn okkar á­samt öðrum hefði fengið endur­kröfu frá Sjúkra­tryggingum upp á rúm­lega 24 milljónir króna. Það er út­reikningur síðan síðasta haust og sam­kvæmt nýjustu upp­lýsingum dettum við inn í þennan hóp,“ segir Ragn­heiður í viðtali við Fréttablaðið.

Samkvæmt kröfunni mun læknirinn hafa notað meira en leyfilegt er á einu ári samkvæmt gjaldaliðum. „Þegar þú ert með börn sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru með þennan fæðingar­galla, eru fædd með skarð í vör eða góm, er ekki hægt að á­ætla hversu mikið þarf að nota. Það þarf að meta hvert barn fyrir sig og sinna því.“

Segir hún kröfuna setja mál Guðmundar Sölva í erfiða stöðu og hans mál í biðstöðu eins og er. 

Mæðginin funduðu í gær með Willum Þór Þórs­syni heil­brigðis­ráð­herra, sem að sögn Ragnheiðar tók vel í erindi þeirra.

„Það kom honum á ó­vart að skarða­börn eru sett undir sama hatt og venju­legar tann­réttingar, en það hefur alltaf verið þannig. Willum segist ætla að fara ofan í saumana á þessu og skoða þetta betur. Ég vil ekki þurfa að taka þennan slag lengur. Við viljum bara að allir komist sáttir frá borði og að börnin okkar fái þá þjónustu sem þau svo sannar­lega eiga rétt á.“

Viðtal Fréttablaðsins má lesa hér, en rætt verður rætt við Ragn­heiði og Guð­mund Sölva á Frétta­vaktinni á Hring­braut klukkan 18.30 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd