fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:00

Margir útlendingar starfa í ferðaþjónustunni og sinna útlendum ferðamönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar verður þriðjungur starfsfólks í ferðaþjónustunni af erlendu bergi brotinn. Hlutfall útlendinga í þessum störfum er mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og landshlutum. Sums staðar er það allt að 80%.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann sagði að hluti af þessum erlendu starfsmönnum búi hér á landi allt árið.

„Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera. Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrirtækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr,“ er haft eftir honum.

Áætlað er að 23.000 til 25.000 störf verði í ferðaþjónustunni í sumar og má vænta þess að um 8.000 útlendingar verði að störfum. Stór hluti þeirra er farandverkamenn sem eru fluttir til landsins til að leggja hönd á plóginn á meðan vertíðin stendur yfir.

Jóhannes sagði að margir erlendu starfsmannanna séu með menntun í ferðamálafræði og sé fólkið ekki „pikkað upp af götunni“.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári