fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fanney Birna nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 18:05

Fanney Birna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Birna Jónsdóttir, lögfræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1. Fram kemur í tilkynningu frá Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum „framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna.“

Fanney Birna er fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og hafði umsjón með Silfrinu á RÚV um árabil. 

Átján sóttu um starfið sem auglýst var í síðasta mánuði, tveir þeirra drógu umsókn sína til baka. Á meðal þeirra sem sóttu um starfið eru Guðni Tómasson dagskrárgerðarmaður á Rás 1,  Júlía Margrét Einarsdóttir, verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona á RÚV, og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Læknablaðinu, hún er fyrrverandi umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2 og fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins 24 stunda. Systkinin Lára og Þorfinnur Ómarsbörn sóttu einnig um, en bæði eiga langan feril í fjölmiðlum. Lára var meðal annars  fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV, síðast starfaði hún sem samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq. Þorfinnur stýrði meðal annars Íslandi í dag á Stöð 2 og Vikulokunum á Rás 1.

María Björk Ingvarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sótti einnig um, en hún er fyrrverandi fréttamaður á RÚV. og  Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem hefur starfað hjá RÚV, Bylgjunni og var meðal annars einn stjórnenda í Íslandi í dag á Stöð 2. Þorsteinn fékk nýlega Blaðamannaverðlaun fyrir þætti sem sýndir voru á RÚV um Skeggja Ásbjarnarson kennara, þar sem flett var ofan af brotum hans gegn nemendum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki