fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn sjá merki um hvað Rússar ætla sér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2023 07:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum miklar áhyggjur af sumum af þeim áætlunum sem við sjáum koma frá Rússlandi.“ Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir um mánuði síðan. Nú bendir margt til þess að rússneska leyniþjónustan vinni nú að ákveðnum aðgerðum.

Þetta eru áætlanir sem á að hrinda í framkvæmd í Moldóvu. CNN skýrir frá þessu.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir telja að fólk, sem tengist rússnesku leyniþjónustunni, sé að undirbúa mótmæli í Moldóvu og sé markmiðið með þeim að reyna að „sviðsetja“ uppreisn gegn ríkisstjórn landsins. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins og Hvíta hússins, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á föstudaginn.

„Á meðan Moldóva reynir að aðlaga sig að Evrópu, teljum við að Rússar reyni að veikja moldóvsku ríkisstjórnina, líklega með það að markmiði að koma nýrri stjórn, sem er hliðhollari Rússum, til valda. Nánar tiltekið reyna ákveðnir Rússar, sem sumar tengjast rússnesku leyniþjónustunni, að sviðsetja og nota mótmæli í Moldóvu til að koma af stað uppreisn gegn ríkisstjórn landsins,“ sagði Kirby.

Hann sagði að bandarísk stjórnvöld telji að Rússar vinni einnig að því að dreifa röngum upplýsingum um stöðugleikann í Moldóvu og hafi rússneskir embættismenn til dæmis haldið því fram að Úkraínumenn séu að undirbúa árás á Transnistríu, sem er hérað í Moldóvu sem lýtur stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa.

Fyrir mánuði síðan sakaði Maia Sandu, forseti Moldóvu, Rússa um að vera að undirbúa valdarán í Moldóvu. Núverandi ríkisstjórn er Rússum þyrnir í augum því hún er hliðholl ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“