fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Viðkvæmt mál fyrir dómi á Vestfjörðum – Ákærður fyrir brot inni á salerni og í bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 14:30

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. mars næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði í máli manns sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni. Þinghald í málinu er lokað sem bendir til að málið sé viðkvæmt.

Meint brot var framið fyrir rétt um ári síðan, eða 20. febrúar árið 2022, aðfaranótt sunnudags. Maðurinn er sakaður um eftirfarandi háttsemi gagnvart konu inni á salerni íbúðar á ótilteknum stað: Strokið andlit og varir konunnar, ítrekað fært hendur sínar undir föt hennar og snert brjóst hennar innanklæða, gripið um og þuklað kynfæri hennar utanklæða og strokið rass hennar utanklæða. Hann er auk þess sakaður um að hafa, þessa sömu nótt, káfað á rassi konunnar í bíl sem var á ferð.

Héraðssaksóknari ákærir í málinu og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan krefst tveggja milljóna króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki