fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
Fréttir

Fyrrum ráðherra varar við – Ef þeir tapa, þá reyna þeir aftur eftir nokkur ár

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 09:00

Liðsmenn Wagnerhópsins sem berst með rússneska hernum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússland, með Vladímír Pútín í fararbroddi, tapar stríðinu í Úkraínu þýðir það ekki að við taki friður og ró. Eiginlega þvert á móti.

Þetta segir Vladimir Milov, sem var varaorkumálaráðherra Rússlands í byrjun aldarinnar. Hann lenti síðan upp á kant við Pútín og er nú harður andstæðingur hans og gagnrýnandi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Milov segir þá muni ósigur Rússa hafa í för með sér að herinn muni endurskipuleggja sig og leggja til atlögu síðar.

Hann segir einnig að ósigur í stríðinu muni ekki endilega þýða að Pútín verði hrakinn frá völdum því hann hafi kerfisbundið þynnt í röðum hinnar pólitísku elítu og pólitíska kerfisins.

Milov segir að eina leiðin til að binda enda á þá ógn sem alþjóðaöryggi stafar af Rússlandi, sé að skipta algjörlega um ráðamenn í Kreml, allir núverandi ráðamenn þurfi að víkja.

„Ef Pútín verður ekki hrakinn frá völdum, ef við höldum áfram að hafa þessa árásargjörnu, heimsvaldasinnuðu stjórn, mun hún hugsa málin upp á nýt, endurskipuleggja sig, endurbyggja sig og síðan ráðast til atlögu á nýjan leik, líklega eftir nokkur ár,“ sagði hann í samtali við Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt