fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Sölvi gekk á fund Willum Þórs og afhenti honum gögn sín – „Pínu hissa á öllu þessu ferli“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 00:11

Willum Þór og Guðmundur Sölvi Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðginin Guðmundur Sölvi Ármannsson, 13 ára, og Ragnheiður Sölvadóttir, gengu á fund Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra fyrr í kvöld. Guðmundur Sölvi fæddist með tvíklofna vör og góm og í viðtali við DV í lok janúar sagðist móðir hans þreytt á áralangri baráttu við kerfið, baráttu sem hefur staðið yfir í níu ár.

Ragnheiður þreytt á margra ára baráttu – „Fullkomið ferli myndi fela í sér að ég gæti sinnt barninu mínu en ekki kerfinu“

Guðmundur Sölvi fékk bréf frá Sjúkra­tryggingum Ís­lands þar sem honum var tilkynnt að stofnunin tæki ekki þátt í frekari niður­greiðslu vegna tann­réttinga nema hann fari í endurmat hjá tann­­lækna­­deild Há­­skóla Ís­lands. Furðar móðir hans sig á því að hann þurfi ítrekað í endurmat og skoðanir.

Gögnin sem WIllum Þór fékk afhent.
Mynd: Facebook

„Frábær áheyrn heilbrigðisráðherra og tók hann vel í okkar mál og var hann líka held ég pínu hissa á öllu þessu ferli, drengurinn afhenti ráðherra bréfin og var mikið hrósað fyrir að hafa komið með. Munum við fá boð von bráðar til ráðherra í ráðuneyti ásamt stjórn félagsins,“ skrifar Ragnheiður í færslu á Facebook. Og birtir mynd af Guðmundi Sölva og Willum Þór.

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn